Sólin Sólin Rís 08:04 • sest 18:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:53 • Síðdegis: 23:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:04 • sest 18:24 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:53 • Síðdegis: 23:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 17:29 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kemur vetur?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á sumrin þegar norðurpóllinn snýr að sólinni.

Til að skilja þetta betur getum við tekið pappaspjald og haldið því uppi í skæru ljósi frá sól eða lampa þannig að skugginn af því falli á sléttan flöt. Skugginn af spjaldinu verður stærstur þegar spjaldið er þvert á stefnuna til ljósgjafans en minnstur þegar það er samsíða henni. Stærð skuggans er einfaldur mælikvarði á það, hversu mikið ljós fellur á spjaldið. Ljósið er einmitt mest þegar spjaldið er þvert á ljósgeislana en minnkar þegar ljósið fellur meira og meira á ská á spjaldið.

Þessu er eins varið um einhvern tiltekinn láréttan flöt á yfirborði jarðar. Sólarljósið sem fellur á hann er mest þegar sólargeislarnir komast næst því að falla þvert á hann, með öðrum orðum þegar sólin stendur hæst. Minnst verður ljósið hins vegar þegar það fellur mest á ská á flötinn eða með öðrum orðum þegar sólin er við sjóndeildarhring.

Auk þess sem þetta skýrir árstíðaskiptin getum við einnig notað það til að skilja af hverju er heitara kringum miðbaug en við heimskautin. Við miðbaug er sólin einmitt miklu hærra á lofti en á heimskautasvæðunum. Þegar við Íslendingar ferðumst til suðurs sjáum við að sólin hækkar sífellt á lofti og meira sólarljós fellur á hverja flatareiningu á yfirborði jarðar. Þess vegna verður yfirleitt sífellt hlýrra þegar sunnar dregur frá okkur þar til miðbaug er náð.

En hvernig stendur þá á því að júlí og ágúst eru hlýrri mánuðir að meðaltali hér á landi en júní þó að sólin sé þá einmitt hæst á lofti? Þetta stafar meðal annars af því að það tekur sólina ákveðinn tíma að hita upp jörðina og hafið og það hefur aftur áhrif á lofthitann.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.5.2000

Spyrjandi

Hjörtur Harðarson

Efnisorð

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju kemur vetur?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2000, sótt 10. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=397.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 4. maí). Af hverju kemur vetur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=397

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju kemur vetur?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2000. Vefsíða. 10. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=397>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kemur vetur?

Veturinn kemur af því að möndull jarðar er ekki hornréttur á brautarsléttu hennar. Hins vegar vísar hann alltaf í sömu stefnu í geimnum. Þess vegna snýr norðurpóll og norðurhvel jarðar stundum frá sól, mest á vetrarsólhvörfum. Þá er vetur vegna þess að minna sólarljós fellur á hverja flatareiningu heldur en á sumrin þegar norðurpóllinn snýr að sólinni.

Til að skilja þetta betur getum við tekið pappaspjald og haldið því uppi í skæru ljósi frá sól eða lampa þannig að skugginn af því falli á sléttan flöt. Skugginn af spjaldinu verður stærstur þegar spjaldið er þvert á stefnuna til ljósgjafans en minnstur þegar það er samsíða henni. Stærð skuggans er einfaldur mælikvarði á það, hversu mikið ljós fellur á spjaldið. Ljósið er einmitt mest þegar spjaldið er þvert á ljósgeislana en minnkar þegar ljósið fellur meira og meira á ská á spjaldið.

Þessu er eins varið um einhvern tiltekinn láréttan flöt á yfirborði jarðar. Sólarljósið sem fellur á hann er mest þegar sólargeislarnir komast næst því að falla þvert á hann, með öðrum orðum þegar sólin stendur hæst. Minnst verður ljósið hins vegar þegar það fellur mest á ská á flötinn eða með öðrum orðum þegar sólin er við sjóndeildarhring.

Auk þess sem þetta skýrir árstíðaskiptin getum við einnig notað það til að skilja af hverju er heitara kringum miðbaug en við heimskautin. Við miðbaug er sólin einmitt miklu hærra á lofti en á heimskautasvæðunum. Þegar við Íslendingar ferðumst til suðurs sjáum við að sólin hækkar sífellt á lofti og meira sólarljós fellur á hverja flatareiningu á yfirborði jarðar. Þess vegna verður yfirleitt sífellt hlýrra þegar sunnar dregur frá okkur þar til miðbaug er náð.

En hvernig stendur þá á því að júlí og ágúst eru hlýrri mánuðir að meðaltali hér á landi en júní þó að sólin sé þá einmitt hæst á lofti? Þetta stafar meðal annars af því að það tekur sólina ákveðinn tíma að hita upp jörðina og hafið og það hefur aftur áhrif á lofthitann.

...