Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju heitir brekkan sem er skammt austan Litlu-Kaffistofunnar Draugahlíðarbrekka?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Samkvæmt Árbók Ferðafélags Íslands 2003 mun nafnið Draugahlíðarbrekka ekki vera mjög gamalt. Þór Vigfússon höfundur bókarinnar segir að á þessum slóðum kunni að vera beinaleifar. Sagnir séu um að Margrét, bóndadóttir úr Flóa, hafi lagst út laust eftir 1800 nálægt gömlu þjóðleiðinni og rænt ferðamenn. Guðmundur bóndi á Gljúfri sem fór þar á grasafjall lenti í henni og „beit hana á barkann sér til lífs“. Hann á síðan að hafa dysjað hana en ekki er vitað hvar (bls. 12-13). Ekki er óhugsandi að örnefnið tengist þessari sögn.

Heimild:
  • Þór Vigfússon, Í Árnesþingi vestanverðu, Ferðafélag Íslands, Reykjavík, 2003.

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

30.1.2004

Spyrjandi

Guðný Rut Pálsdóttir

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir brekkan sem er skammt austan Litlu-Kaffistofunnar Draugahlíðarbrekka?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2004, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3977.

Svavar Sigmundsson. (2004, 30. janúar). Af hverju heitir brekkan sem er skammt austan Litlu-Kaffistofunnar Draugahlíðarbrekka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3977

Svavar Sigmundsson. „Af hverju heitir brekkan sem er skammt austan Litlu-Kaffistofunnar Draugahlíðarbrekka?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2004. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3977>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir brekkan sem er skammt austan Litlu-Kaffistofunnar Draugahlíðarbrekka?
Samkvæmt Árbók Ferðafélags Íslands 2003 mun nafnið Draugahlíðarbrekka ekki vera mjög gamalt. Þór Vigfússon höfundur bókarinnar segir að á þessum slóðum kunni að vera beinaleifar. Sagnir séu um að Margrét, bóndadóttir úr Flóa, hafi lagst út laust eftir 1800 nálægt gömlu þjóðleiðinni og rænt ferðamenn. Guðmundur bóndi á Gljúfri sem fór þar á grasafjall lenti í henni og „beit hana á barkann sér til lífs“. Hann á síðan að hafa dysjað hana en ekki er vitað hvar (bls. 12-13). Ekki er óhugsandi að örnefnið tengist þessari sögn.

Heimild:
  • Þór Vigfússon, Í Árnesþingi vestanverðu, Ferðafélag Íslands, Reykjavík, 2003....