Sólin Sólin Rís 05:33 • sest 21:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:14 • Sest 05:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:26 • Síðdegis: 23:41 í Reykjavík

Getið þið sagt mér eitthvað um fisk sem kallast vogmær?

Jón Már Halldórsson

Vogmær (Trachipterus arcticus) er af vogmeyjarætt (Trachipteridae). Ættin telur tíu tegundir og finnst ein af þeim hér við land, vogmærin. Fiskar af þessari ætt eru mjög langvaxnir og þunnvaxnir og hafa langan bakugga. Aðrir uggar eru annað hvort afar litlir eða ekki til staðar.Vogmær sem skipverjar á Báru SH veiddu. Þessi fiskur er 135 cm langur en þeir lengstu geta orðið þrír metrar.

Vogmærin sem stundum er nefnd vogmeri slæðist stöku sinnum í veiðarfæri sjómanna hér við land. Vogmærin kemur við sögu í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þannig lýsa þeir henni:
Vogmerin er litfögur. Hún er svört fyrir framan augun og á milli þeirra, einnig ofan á höfði og hnakka. Stór kringlóttur, svartur blettur er fyrir ofan raufina og einnig fyrir ofan hryggjarliðina, og svo virðist sem fiskurinn sé svartur í gegn. Bakugginn, stirtlan og sporðurinn er allt hárautt á lit, en að öðru leyti er hún silfurgljáandi.
Vogmærin getur orðið nokkuð stór eða um 3 metrar á lengd. Heimkynni hennar eru í Norðaustur-Atlantshafi og hún virðist vera algeng allt í kringum Ísland, nema undan ströndum Norðausturland og Austurlands. Vogmær finnst undan ströndum Noregs, í Norðursjó og umhverfis Bretlandseyjar og allt suður til Madeira.

Sárafáar rannsóknir hafa verið gerðar á lífsháttum vogmeyjarinnar. Menn telja að hún sé fyrst og fremst miðsævisfiskur og hefur hún komið í veiðarfæri skipa á 64-640 metra dýpi. Vogmeyjar halda sig sennilega í smáum torfum og einstaka sinnum reka slíkar torfur á land. Á ofanverðri 19. öld rak 100-200 vogmeyjar á land við Arnarfjörð.

Fæða vogmeyjarinnar er einkum rækja, smokkfiskar og ýmsar tegundir smáfiska. Ekki er vitað hvenær hún gýtur en nýgotnar hrygnur hefur rekið á land í maílok. Sjómenn hafa fengið vogmeyjur í flotvörpu djúpt undan Reykjanesi og hugsanlegt þykir að þar megi finna væna hrygningarslóð hennar.

Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er gerð grein fyrir nafngift fisksins. Þar segir að það sé eðli vogmeyjarinnar að koma með flóðinu upp að landi í grunnum víkum og vogum, sérstaklega þar sem botngerðin er sendin. Hún er svo litfögur og mjúk að hún er kennd við mey.

Heimildir og mynd:
  • Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752-1757 (þýð. Steindór Steindórsson), 4. útg., Örn og Örlygur, Reykjavík, 1981.
  • Gunnar Jónsson, Íslenskir fiskar, Fjölvi, Reykjavík, 1983.
  • Snæfellsbær

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.2.2004

Spyrjandi

Ægir Hauksson

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um fisk sem kallast vogmær?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2004. Sótt 21. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3980.

Jón Már Halldórsson. (2004, 2. febrúar). Getið þið sagt mér eitthvað um fisk sem kallast vogmær? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3980

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um fisk sem kallast vogmær?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2004. Vefsíða. 21. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3980>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um fisk sem kallast vogmær?
Vogmær (Trachipterus arcticus) er af vogmeyjarætt (Trachipteridae). Ættin telur tíu tegundir og finnst ein af þeim hér við land, vogmærin. Fiskar af þessari ætt eru mjög langvaxnir og þunnvaxnir og hafa langan bakugga. Aðrir uggar eru annað hvort afar litlir eða ekki til staðar.Vogmær sem skipverjar á Báru SH veiddu. Þessi fiskur er 135 cm langur en þeir lengstu geta orðið þrír metrar.

Vogmærin sem stundum er nefnd vogmeri slæðist stöku sinnum í veiðarfæri sjómanna hér við land. Vogmærin kemur við sögu í Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Þannig lýsa þeir henni:
Vogmerin er litfögur. Hún er svört fyrir framan augun og á milli þeirra, einnig ofan á höfði og hnakka. Stór kringlóttur, svartur blettur er fyrir ofan raufina og einnig fyrir ofan hryggjarliðina, og svo virðist sem fiskurinn sé svartur í gegn. Bakugginn, stirtlan og sporðurinn er allt hárautt á lit, en að öðru leyti er hún silfurgljáandi.
Vogmærin getur orðið nokkuð stór eða um 3 metrar á lengd. Heimkynni hennar eru í Norðaustur-Atlantshafi og hún virðist vera algeng allt í kringum Ísland, nema undan ströndum Norðausturland og Austurlands. Vogmær finnst undan ströndum Noregs, í Norðursjó og umhverfis Bretlandseyjar og allt suður til Madeira.

Sárafáar rannsóknir hafa verið gerðar á lífsháttum vogmeyjarinnar. Menn telja að hún sé fyrst og fremst miðsævisfiskur og hefur hún komið í veiðarfæri skipa á 64-640 metra dýpi. Vogmeyjar halda sig sennilega í smáum torfum og einstaka sinnum reka slíkar torfur á land. Á ofanverðri 19. öld rak 100-200 vogmeyjar á land við Arnarfjörð.

Fæða vogmeyjarinnar er einkum rækja, smokkfiskar og ýmsar tegundir smáfiska. Ekki er vitað hvenær hún gýtur en nýgotnar hrygnur hefur rekið á land í maílok. Sjómenn hafa fengið vogmeyjur í flotvörpu djúpt undan Reykjanesi og hugsanlegt þykir að þar megi finna væna hrygningarslóð hennar.

Í Ferðabók Eggerts og Bjarna er gerð grein fyrir nafngift fisksins. Þar segir að það sé eðli vogmeyjarinnar að koma með flóðinu upp að landi í grunnum víkum og vogum, sérstaklega þar sem botngerðin er sendin. Hún er svo litfögur og mjúk að hún er kennd við mey.

Heimildir og mynd:
  • Eggert Ólafsson, Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar um ferðir þeirra á Íslandi árin 1752-1757 (þýð. Steindór Steindórsson), 4. útg., Örn og Örlygur, Reykjavík, 1981.
  • Gunnar Jónsson, Íslenskir fiskar, Fjölvi, Reykjavík, 1983.
  • Snæfellsbær
...