Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á úteitri og inneitri?

Úteitur (e. exotoxin) eru eiturefni sem bakteríur seyta frá sér og eru meðal bannvænstu efnasambanda sem þekkjast í náttúrunni.

Dæmi um eitrun af völdum úteiturs er svokölluð bótúlíneitrun, matareitrun sem rekja má til sperðilbakteríunnar (Clostridium botulinum).

Lesa má um einkenni bótúlíneitrunar á heimasíðum Landlæknisembættisins og Umhverfisstofnunar. Þau eru meðal annars ógleði, uppköst, niðurgangur, máttleysi, svimi, sjóntruflanir og í versta falli lömun öndunarstöðva og þindar sem leitt getur til dauða.

Annað dæmi um eitrun af völdum úteiturs er stífkrampi sem orsakast af bakteríunni Clostridium tetani. Lesa má nánar um þá bakteríu hér.

Inneitur (e. endotoxin) er hins vegar eitur sem losnar þegar baktería deyr og leysist upp í líkamanum. Aðallega er um að ræða efnasambönd sem samanstanda af lípóprótíni (lífræn sameind gerð úr prótíni og fitu) og lípópolysaccharide. Ólíkt úteitri er inneitur sárasjaldan banvænt en getur valdið talsverðum hita.

Mynd:

Útgáfudagur

2.2.2004

Spyrjandi

Kristín Einarsdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á úteitri og inneitri?“ Vísindavefurinn, 2. febrúar 2004. Sótt 24. júní 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=3981.

Jón Már Halldórsson. (2004, 2. febrúar). Hver er munurinn á úteitri og inneitri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3981

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á úteitri og inneitri?“ Vísindavefurinn. 2. feb. 2004. Vefsíða. 24. jún. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3981>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Karl G. Kristinsson

1953

Karl G. Kristinsson er prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka af flokki A og erfðafræði þeirra.