Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað er líkt með atferli hunda og úlfa?

Jón Már Halldórsson

Úlfar (Canis lupus) og hundar eru náskyldar tegundir enda eru margir dýrafræðingar á því að hundurinn sé deilitegund úlfsins og beri því fræðiheitið Canis lupus familiaris. Aðrir dýrafræðingar vilja hins vegar flokka hundinn sem sérstaka tegund innan ættkvíslarinnar Canis en þá er tegundarheitið Canis familiaris.Hauskúpa af úlfi.

Erfðafræðilegur skyldleiki úlfa og hunda er mikill og margt í atferli dýranna er mjög líkt. Hundar eru að öllum líkindum komnir af nokkrum mismunandi deilitegundum úlfa en eftir síðasta kuldaskeið var úlfurinn eitt útbreiddasta rándýr jarðarinnar. Þeir hundar sem líkjast mest úlfum í útliti og háttarlagi eru norðlæg hundaafbrigði eins og síbírískir eskimóahundar, ‘alaska malamute’, ‘akita’ og ‘chow’ sem eru hundar af kínversku kyni.

Þessir hundar hafa tvenn lög af hárum; þelhár sem eru einangrandi og toghár eða ytri hár sem veita dýrunum skjól fyrir vindum og ofankomu. Háralitur þessara hunda er talinn vera upprunalegur og líkamsbygging þeirra minnir mikið á villta frændur þeirra.

Eflaust hafa hundaafbrigði sem eru upprunnin sunnar á jarðkringlunni verið í ræktun mun lengur en afbrigðin á norðurhjara og hafa þess vegna fjarlægst meir upprunalega úlfsútlitið.

Það er þó ekki útlitið eitt heldur fyrst og fremst eðli þessara dýra sem sýnir hversu skyld þau eru. Margir hundaeigendur hafa tekið eftir því að þegar litli sæti heimilishundurinn kemst í hundahóp sýnir hann skyndilega hegðun sem eigandinn kannast ekkert við. Þá tekur hann þátt í valdabaráttu innan hundahópsins, sýnir annað hvort undirgefni eða reynir að kúga hina hundana.Úlfar.

Þar sem margir hundar koma saman er auðvelt að greina sama hópeðlið (e. pack behaviour) og hjá úlfum. Einn hundur verður ótvíræður leiðtogi, svonefndur alfa-hundur og ein tík úr hópnum verður forystutík. Yfirleitt kemur þetta ekki í ljós meðal einstakra heimilishunda en stundum reyna þeir þó að ná völdum á heimilum. Þá líta þeir á sig sem einn af meðlimum hópsins sem samanstendur af öðrum heimilismeðlimum. Ef hóp af hundum er sleppt frjálsum út í náttúruna eru þeir fljótir að koma þessu félagsformi á og minna þá óneitanlega á úlfahóp í allri hegðun.

Þegar tík verður hvolpafull er hegðun hennar sláandi lík úlfynju, sérstaklega þegar komið er að goti en þá vill tíkin helst vera útaf fyrir sig. Strax eftir gotið sleikir tíkin kvið hvolpanna til að örva þvag og saurlosun og auk þess gerir hún allt til þess að halda bælinu hreinu. Einnig eru uppeldisaðferðir tíkarinnar sláandi líkar aðferðum sem úlfynjur beita við úlfshvolpa. Báðar stara þær mikið á hvolpana, urra lágt á þá ef þeim mislíkar hegðun þeirra og hrista þá jafnvel til eða löðrunga þá.

Að lokum eru ótal smærri atriði til dæmis í látbragði (e. facial expressions) sem eru keimlík meðal úlfa og hunda en of langt mál er að telja þau upp hér.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.2.2004

Spyrjandi

Ína Guðmundsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er líkt með atferli hunda og úlfa?“ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2004. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3985.

Jón Már Halldórsson. (2004, 4. febrúar). Hvað er líkt með atferli hunda og úlfa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3985

Jón Már Halldórsson. „Hvað er líkt með atferli hunda og úlfa?“ Vísindavefurinn. 4. feb. 2004. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3985>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er líkt með atferli hunda og úlfa?
Úlfar (Canis lupus) og hundar eru náskyldar tegundir enda eru margir dýrafræðingar á því að hundurinn sé deilitegund úlfsins og beri því fræðiheitið Canis lupus familiaris. Aðrir dýrafræðingar vilja hins vegar flokka hundinn sem sérstaka tegund innan ættkvíslarinnar Canis en þá er tegundarheitið Canis familiaris.Hauskúpa af úlfi.

Erfðafræðilegur skyldleiki úlfa og hunda er mikill og margt í atferli dýranna er mjög líkt. Hundar eru að öllum líkindum komnir af nokkrum mismunandi deilitegundum úlfa en eftir síðasta kuldaskeið var úlfurinn eitt útbreiddasta rándýr jarðarinnar. Þeir hundar sem líkjast mest úlfum í útliti og háttarlagi eru norðlæg hundaafbrigði eins og síbírískir eskimóahundar, ‘alaska malamute’, ‘akita’ og ‘chow’ sem eru hundar af kínversku kyni.

Þessir hundar hafa tvenn lög af hárum; þelhár sem eru einangrandi og toghár eða ytri hár sem veita dýrunum skjól fyrir vindum og ofankomu. Háralitur þessara hunda er talinn vera upprunalegur og líkamsbygging þeirra minnir mikið á villta frændur þeirra.

Eflaust hafa hundaafbrigði sem eru upprunnin sunnar á jarðkringlunni verið í ræktun mun lengur en afbrigðin á norðurhjara og hafa þess vegna fjarlægst meir upprunalega úlfsútlitið.

Það er þó ekki útlitið eitt heldur fyrst og fremst eðli þessara dýra sem sýnir hversu skyld þau eru. Margir hundaeigendur hafa tekið eftir því að þegar litli sæti heimilishundurinn kemst í hundahóp sýnir hann skyndilega hegðun sem eigandinn kannast ekkert við. Þá tekur hann þátt í valdabaráttu innan hundahópsins, sýnir annað hvort undirgefni eða reynir að kúga hina hundana.Úlfar.

Þar sem margir hundar koma saman er auðvelt að greina sama hópeðlið (e. pack behaviour) og hjá úlfum. Einn hundur verður ótvíræður leiðtogi, svonefndur alfa-hundur og ein tík úr hópnum verður forystutík. Yfirleitt kemur þetta ekki í ljós meðal einstakra heimilishunda en stundum reyna þeir þó að ná völdum á heimilum. Þá líta þeir á sig sem einn af meðlimum hópsins sem samanstendur af öðrum heimilismeðlimum. Ef hóp af hundum er sleppt frjálsum út í náttúruna eru þeir fljótir að koma þessu félagsformi á og minna þá óneitanlega á úlfahóp í allri hegðun.

Þegar tík verður hvolpafull er hegðun hennar sláandi lík úlfynju, sérstaklega þegar komið er að goti en þá vill tíkin helst vera útaf fyrir sig. Strax eftir gotið sleikir tíkin kvið hvolpanna til að örva þvag og saurlosun og auk þess gerir hún allt til þess að halda bælinu hreinu. Einnig eru uppeldisaðferðir tíkarinnar sláandi líkar aðferðum sem úlfynjur beita við úlfshvolpa. Báðar stara þær mikið á hvolpana, urra lágt á þá ef þeim mislíkar hegðun þeirra og hrista þá jafnvel til eða löðrunga þá.

Að lokum eru ótal smærri atriði til dæmis í látbragði (e. facial expressions) sem eru keimlík meðal úlfa og hunda en of langt mál er að telja þau upp hér.

Myndir:...