Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er skýringin á bæjarnafninu Trymbilsstaðir í Kaldalóni?

Svavar Sigmundsson

Bærinn er nefndur í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1710 sem „Trimbilsstader“ í Ármúlalandi á Langadalsströnd og sagt að munnmæli segi að byggð hafi verið þar (VII:247). Í örnefnaskrá er nefnt að sögn sé um að bæinn hafi tekið af í jökulhlaupi.

Trymbill er ef til vill auknefni manns frekar en eiginnafn, segir Ásgeir Blöndal Magnússon í Orðsifjabók sinni (bls. 1066), en til er orðið trymbiltrútur án þess að vitað sé um merkingu. Það er líklega skylt orðinu trumba, sem Ásgeir segir að sé algengt í örnefnum um ‘nestá eða klettarana’ (bls. 1064). En orðið trumba merkir fleira í örnefnum, svo sem 'klettanúpur' (Stekkjartrumba í Norður-Ísafjarðarsýslu), en einnig ‘grasi gróinn hóll’ (Múlakot í Stafholtstungum) eða ‘tjarnarpollur’ (Hraun í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði).

Útbreiðsla orðsins er einkum vestanlands, frá Borgarfirði vestur um land og firði til Húnavatnssýslu en nær einnig í Skagafjörð, því að austasta kvísl Héraðsvatna heitir Trumba.



Nærri eyðibýlinu Trymbilsstöðum í Kaldalóni er Trymbilsstaðahryggur sem er forn jökulgarður. Ef til vill hefur orðið trymbill verið haft um þennan garð eða annað einkenni í náttúrunni.

Orðið trymbill er nú notað um trumbuleikara en það á tæpast við í þessu samhengi.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1995.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
  • Mats: Myndagallerí © Mats Wibe Lund

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

6.2.2004

Spyrjandi

Magnús Guðlaugsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hver er skýringin á bæjarnafninu Trymbilsstaðir í Kaldalóni?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2004. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3989.

Svavar Sigmundsson. (2004, 6. febrúar). Hver er skýringin á bæjarnafninu Trymbilsstaðir í Kaldalóni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3989

Svavar Sigmundsson. „Hver er skýringin á bæjarnafninu Trymbilsstaðir í Kaldalóni?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2004. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3989>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er skýringin á bæjarnafninu Trymbilsstaðir í Kaldalóni?
Bærinn er nefndur í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1710 sem „Trimbilsstader“ í Ármúlalandi á Langadalsströnd og sagt að munnmæli segi að byggð hafi verið þar (VII:247). Í örnefnaskrá er nefnt að sögn sé um að bæinn hafi tekið af í jökulhlaupi.

Trymbill er ef til vill auknefni manns frekar en eiginnafn, segir Ásgeir Blöndal Magnússon í Orðsifjabók sinni (bls. 1066), en til er orðið trymbiltrútur án þess að vitað sé um merkingu. Það er líklega skylt orðinu trumba, sem Ásgeir segir að sé algengt í örnefnum um ‘nestá eða klettarana’ (bls. 1064). En orðið trumba merkir fleira í örnefnum, svo sem 'klettanúpur' (Stekkjartrumba í Norður-Ísafjarðarsýslu), en einnig ‘grasi gróinn hóll’ (Múlakot í Stafholtstungum) eða ‘tjarnarpollur’ (Hraun í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði).

Útbreiðsla orðsins er einkum vestanlands, frá Borgarfirði vestur um land og firði til Húnavatnssýslu en nær einnig í Skagafjörð, því að austasta kvísl Héraðsvatna heitir Trumba.



Nærri eyðibýlinu Trymbilsstöðum í Kaldalóni er Trymbilsstaðahryggur sem er forn jökulgarður. Ef til vill hefur orðið trymbill verið haft um þennan garð eða annað einkenni í náttúrunni.

Orðið trymbill er nú notað um trumbuleikara en það á tæpast við í þessu samhengi.

Heimildir og mynd:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1995.
  • Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns
  • Mats: Myndagallerí © Mats Wibe Lund
...