Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar eru öll tunglsýnin geymd?

Sævar Helgi Bragason

Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu. Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum. Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu.



Sýnin eru að stærstum hluta geymd í Johnson-geimferðamiðstöðinni í Houston í Texasríki. Þar er sérstök bygging sem hýsir sýnin og er hún sérstaklega varin gegn fellibyljum og allt byggingarefni og búnaður, þar á meðal gólfefni, veggir, pípulagnir, ljós og málning, voru sérvalin til að útiloka öll efni sem gætu hugsanlega mengað sýnin.

Sýnin sjálf eru geymd í sérstökum skápum sem innihalda niturgas sem minnkar líkurnar á mengun. Á skápana eru festir ryðfríir stálhanskar úr þremur lögum. Þessi mikla vernd á að tryggja að að hægt sé að rannsaka sýnin sem lengst í upprunalegu ástandi. Sýnin fara fæst úr skápunum en í einstaka tilfellum eru þau færð þaðan ef tilraunir krefjast þess. Þau sýni fara síðan ekki aftur á sama stað heldur er þeim haldið frá óspilltu sýnunum.



Á hverju ári eru mörg sýni send til safna og vísindamanna um heim allan. Flest stærstu náttúrugripasöfn heims eiga tunglsýni. Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum agnarlítið tunglsýni sem geymt er í Náttúrugripasafni Íslands við Hlemm.

Enn eru framkvæmdar rannsóknir á tunglsýnunum og þau hafa varpað nýju ljósi á tunglið sjálft, jörðina og sólkerfið. Sýnin renna meðal annars stoðum undir þá kenningu að tunglið hafi orðið til úr leifum áreksturs milli hnattar á stærð við Mars og jarðar fyrir um 4,4 milljörðum ára.



Í tunglsýnunum eru líka efnasambönd og samsætur sem rekja má til sólarinnar. Tunglgrjótið hefur þess vegna skráð sögu sólarinnar í fjóra milljarða ára, sem ólíklegt er að finna annars staðar. Enn er þó margt á huldu varðandi tunglið og mörgum áleitnum spurningum verður vonandi svarað þegar menn snúa þangað aftur einhvern tíma á árunum 2010-2020.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

9.2.2004

Spyrjandi

Bjarki Þór Þorkelsson, f. 1988

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvar eru öll tunglsýnin geymd?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2004, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3993.

Sævar Helgi Bragason. (2004, 9. febrúar). Hvar eru öll tunglsýnin geymd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3993

Sævar Helgi Bragason. „Hvar eru öll tunglsýnin geymd?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2004. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3993>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar eru öll tunglsýnin geymd?
Sex Apollo-geimför lentu á tunglinu milli 1969 og 1972 og samanlagt söfnuðu geimfararnir 382 kg af tunglgrjóti, jarðvegi og öðrum sýnum af tunglinu. Sýni voru tekin á sex mismunandi rannsóknarsvæðum. Þar að auki sneru þrjú ómönnuð sovésk geimför til jarðar með um 300 grömm af sýnum frá þremur stöðum á tunglinu.



Sýnin eru að stærstum hluta geymd í Johnson-geimferðamiðstöðinni í Houston í Texasríki. Þar er sérstök bygging sem hýsir sýnin og er hún sérstaklega varin gegn fellibyljum og allt byggingarefni og búnaður, þar á meðal gólfefni, veggir, pípulagnir, ljós og málning, voru sérvalin til að útiloka öll efni sem gætu hugsanlega mengað sýnin.

Sýnin sjálf eru geymd í sérstökum skápum sem innihalda niturgas sem minnkar líkurnar á mengun. Á skápana eru festir ryðfríir stálhanskar úr þremur lögum. Þessi mikla vernd á að tryggja að að hægt sé að rannsaka sýnin sem lengst í upprunalegu ástandi. Sýnin fara fæst úr skápunum en í einstaka tilfellum eru þau færð þaðan ef tilraunir krefjast þess. Þau sýni fara síðan ekki aftur á sama stað heldur er þeim haldið frá óspilltu sýnunum.



Á hverju ári eru mörg sýni send til safna og vísindamanna um heim allan. Flest stærstu náttúrugripasöfn heims eiga tunglsýni. Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum agnarlítið tunglsýni sem geymt er í Náttúrugripasafni Íslands við Hlemm.

Enn eru framkvæmdar rannsóknir á tunglsýnunum og þau hafa varpað nýju ljósi á tunglið sjálft, jörðina og sólkerfið. Sýnin renna meðal annars stoðum undir þá kenningu að tunglið hafi orðið til úr leifum áreksturs milli hnattar á stærð við Mars og jarðar fyrir um 4,4 milljörðum ára.



Í tunglsýnunum eru líka efnasambönd og samsætur sem rekja má til sólarinnar. Tunglgrjótið hefur þess vegna skráð sögu sólarinnar í fjóra milljarða ára, sem ólíklegt er að finna annars staðar. Enn er þó margt á huldu varðandi tunglið og mörgum áleitnum spurningum verður vonandi svarað þegar menn snúa þangað aftur einhvern tíma á árunum 2010-2020.

Heimildir og myndir:

...