Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Af hverju verður maður latur?

Jakob Smári

Lati-Geir á lækjarbakka

lá þar til hann dó.

Vildi ekki vatnið smakka

var hann þyrstur þó.
Frá því löngu áður en Lati-Geir lá á sínum lækjarbakka hafa menn gert gys að letingjum. Jafnframt velta menn fyrir sér hvað valdi því að þessi eða hinn sé latur, hvers vegna unga fólkið sé svona latt og svo fram eftir götunum.

Þar sem iðjuleysi vísar til þess að viðkomandi hafi fátt fyrir stafni án þess að í því felist nokkuð annað, er orðið leti notað til að gefa til kynna að iðjuleysið sé til marks um hver maðurinn sé eða hvernig maður hann sé. Sumir sjá letina sem afleiðingu almenns heimsósóma, lausungar og agaleysis í þjóðfélaginu. En vandinn með hugtak eins og leti er að það er á sama hátt og hugtökin græðgi og mont, fyrst og fremst gildishugtak. Latur er sá fyrst og fremst sem ekki gerir það sem okkur finnst að hann ætti að gera. Leti er þannig ekki fræðilegt hugtak í sálfræði.

Við getum hins vegar velt fyrir okkur hvers konar sálfræðileg fyrirbæri geti legið að baki því sem oft er nefnt leti. Oft er vísað til þess sem kallast atferlishvöt til þess að lýsa ætluðum aflvaka hegðunar, því að hegðun beinist með markvissum hætti í einhverja átt. Sumir sálfræðingar telja að það geti haft áhrif á atferlishvötina hvernig fólki er tamt að skýra fyrir sér meðbyr eða mótlæti í viðleitni sinni til þess að ná árangri. Sá sem lítur svo á að árangur sé mest undir heppni kominn er varla líklegur til þess að leggja mjög hart að sér, hann á því líklega á hættu að vera talinn latur.

Þunglyndi getur vitanlega líka lýst sér í framtaksleysi og áhugaleysi um hvaðeina. Það kann að ráðast af því að fólki finnst nú að þau markmið sem áður skipti það máli séu hjóm eitt eða það er þess fullvisst að það komi engu í verk hversu hart sem það legði að sér. Þunglynt fólk getur þar af leiðandi fengið snuprur fyrir að vera latt.

Í því sem sumir kalla leti getur einnig falist það sem aðrir myndu nefna að una glaður við sitt, sækjast ekki stöðugt eftir vindi, taka ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Þannig getur það sem einum finnst vera löstur birst öðrum sem dyggð. Að baki dóma manna um leti felst stundum sá siðaboðskapur að glötuð sé hver hvíldarstund, að manninum sé eðlilegt að strita stöðugt og erfiða. Fátt þykir sums staðar betri kostur á einum manni ekki síst á Íslandi en að vera forkur duglegur, jafnvel þótt það komi niður á heilsu hans og samskiptum við annað fólk.

Samt verður ekki litið fram hjá því að mönnum virðist vera nokkuð eðlislægt að vilja hafa eitthvað fyrir stafni. Þetta má þegar sjá hjá ungum börnum, sem sjaldnast sitja auðum höndum eða liggja aðgerðarlaus, þau eru stöðugt að fást við heiminn með sínum hætti. Þeir, sem núið er um nasir að vera latir eru líka sjaldnast fullkomlega aðgerðarlausir heldur aðhafast annað en það sem fólki í umhverfinu þóknast. Þeir hafa þannig ef til vill önnur markmið, raða því sem skiptir og skiptir ekki máli með öðrum hætti en aðrir.

Höfundur

fyrrverandi prófessor í sálarfræði við HÍ

Útgáfudagur

12.2.2004

Spyrjandi

Ottó Ingi Þórisson, f. 1986

Tilvísun

Jakob Smári. „Af hverju verður maður latur?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2004. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3999.

Jakob Smári. (2004, 12. febrúar). Af hverju verður maður latur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3999

Jakob Smári. „Af hverju verður maður latur?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2004. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3999>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju verður maður latur?

Lati-Geir á lækjarbakka

lá þar til hann dó.

Vildi ekki vatnið smakka

var hann þyrstur þó.
Frá því löngu áður en Lati-Geir lá á sínum lækjarbakka hafa menn gert gys að letingjum. Jafnframt velta menn fyrir sér hvað valdi því að þessi eða hinn sé latur, hvers vegna unga fólkið sé svona latt og svo fram eftir götunum.

Þar sem iðjuleysi vísar til þess að viðkomandi hafi fátt fyrir stafni án þess að í því felist nokkuð annað, er orðið leti notað til að gefa til kynna að iðjuleysið sé til marks um hver maðurinn sé eða hvernig maður hann sé. Sumir sjá letina sem afleiðingu almenns heimsósóma, lausungar og agaleysis í þjóðfélaginu. En vandinn með hugtak eins og leti er að það er á sama hátt og hugtökin græðgi og mont, fyrst og fremst gildishugtak. Latur er sá fyrst og fremst sem ekki gerir það sem okkur finnst að hann ætti að gera. Leti er þannig ekki fræðilegt hugtak í sálfræði.

Við getum hins vegar velt fyrir okkur hvers konar sálfræðileg fyrirbæri geti legið að baki því sem oft er nefnt leti. Oft er vísað til þess sem kallast atferlishvöt til þess að lýsa ætluðum aflvaka hegðunar, því að hegðun beinist með markvissum hætti í einhverja átt. Sumir sálfræðingar telja að það geti haft áhrif á atferlishvötina hvernig fólki er tamt að skýra fyrir sér meðbyr eða mótlæti í viðleitni sinni til þess að ná árangri. Sá sem lítur svo á að árangur sé mest undir heppni kominn er varla líklegur til þess að leggja mjög hart að sér, hann á því líklega á hættu að vera talinn latur.

Þunglyndi getur vitanlega líka lýst sér í framtaksleysi og áhugaleysi um hvaðeina. Það kann að ráðast af því að fólki finnst nú að þau markmið sem áður skipti það máli séu hjóm eitt eða það er þess fullvisst að það komi engu í verk hversu hart sem það legði að sér. Þunglynt fólk getur þar af leiðandi fengið snuprur fyrir að vera latt.

Í því sem sumir kalla leti getur einnig falist það sem aðrir myndu nefna að una glaður við sitt, sækjast ekki stöðugt eftir vindi, taka ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Þannig getur það sem einum finnst vera löstur birst öðrum sem dyggð. Að baki dóma manna um leti felst stundum sá siðaboðskapur að glötuð sé hver hvíldarstund, að manninum sé eðlilegt að strita stöðugt og erfiða. Fátt þykir sums staðar betri kostur á einum manni ekki síst á Íslandi en að vera forkur duglegur, jafnvel þótt það komi niður á heilsu hans og samskiptum við annað fólk.

Samt verður ekki litið fram hjá því að mönnum virðist vera nokkuð eðlislægt að vilja hafa eitthvað fyrir stafni. Þetta má þegar sjá hjá ungum börnum, sem sjaldnast sitja auðum höndum eða liggja aðgerðarlaus, þau eru stöðugt að fást við heiminn með sínum hætti. Þeir, sem núið er um nasir að vera latir eru líka sjaldnast fullkomlega aðgerðarlausir heldur aðhafast annað en það sem fólki í umhverfinu þóknast. Þeir hafa þannig ef til vill önnur markmið, raða því sem skiptir og skiptir ekki máli með öðrum hætti en aðrir.

...