Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rangt að hafa samtengingu í upphafi setningar?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Aðalhlutverk samtengingar er að vera tengiliður milli einstakra orða, orðasambanda eða setninga. Í setningunni Jón og Gunna eru systkin er og samtenging, sömuleiðis í setningunni mennirnir gengu að húsinu og börðu að dyrum.

Samtengingum er gjarnan skipt í aðaltengingar og aukatengingar. Aðaltengingar eru yfirleitt ekki í upphafi setningar en þó má finna mörg dæmi um það í ritmáli þar sem höfundur notfærir sér þennan möguleika sem stílbragð, til dæmis:
  • Og að því búnu strunsaði hann út.
  • En ekkert ljós kviknaði í glugganum.
  • Bæði drengurinn og stúlkan munu vera orðin veik.
Oft er þessi leið valin til að leggja áherslu á það sem verið er að segja.

Oft má sjá dæmi um að setningar hefjist á aukatengingum þegar aukasetning er höfð á undan aðalsetningu. Þetta er einkum gert ef leggja á sérstaka áherslu á eitthvað:
  • Af því að klukkan var orðin margt fórum við öll heim.
  • Ef þú hefur tækifæri til viltu þá sækja mig?
  • Þó að ég lesi í alla nótt verð ég ekki undirbúin fyrir prófið.
  • Þar sem veðrið var að versna var hætt við ferðina.
Engin þessara setninga er röng en oft fer þó betur á að byrja á aðalsetningunni:
  • Við fórum öll heim af því að klukkan var orðin margt.
  • Viltu sækja mig ef þú hefur tækifæri til?
  • Ég verð ekki undirbúin fyrir prófið þó að ég lesi í alla nótt.
  • Hætt var við ferðina þar sem veðrið var að versna.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.2.2004

Spyrjandi

Sölvi Úlfsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er rangt að hafa samtengingu í upphafi setningar?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2004, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4012.

Guðrún Kvaran. (2004, 23. febrúar). Er rangt að hafa samtengingu í upphafi setningar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4012

Guðrún Kvaran. „Er rangt að hafa samtengingu í upphafi setningar?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2004. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4012>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rangt að hafa samtengingu í upphafi setningar?
Aðalhlutverk samtengingar er að vera tengiliður milli einstakra orða, orðasambanda eða setninga. Í setningunni Jón og Gunna eru systkin er og samtenging, sömuleiðis í setningunni mennirnir gengu að húsinu og börðu að dyrum.

Samtengingum er gjarnan skipt í aðaltengingar og aukatengingar. Aðaltengingar eru yfirleitt ekki í upphafi setningar en þó má finna mörg dæmi um það í ritmáli þar sem höfundur notfærir sér þennan möguleika sem stílbragð, til dæmis:
  • Og að því búnu strunsaði hann út.
  • En ekkert ljós kviknaði í glugganum.
  • Bæði drengurinn og stúlkan munu vera orðin veik.
Oft er þessi leið valin til að leggja áherslu á það sem verið er að segja.

Oft má sjá dæmi um að setningar hefjist á aukatengingum þegar aukasetning er höfð á undan aðalsetningu. Þetta er einkum gert ef leggja á sérstaka áherslu á eitthvað:
  • Af því að klukkan var orðin margt fórum við öll heim.
  • Ef þú hefur tækifæri til viltu þá sækja mig?
  • Þó að ég lesi í alla nótt verð ég ekki undirbúin fyrir prófið.
  • Þar sem veðrið var að versna var hætt við ferðina.
Engin þessara setninga er röng en oft fer þó betur á að byrja á aðalsetningunni:
  • Við fórum öll heim af því að klukkan var orðin margt.
  • Viltu sækja mig ef þú hefur tækifæri til?
  • Ég verð ekki undirbúin fyrir prófið þó að ég lesi í alla nótt.
  • Hætt var við ferðina þar sem veðrið var að versna.

...