Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan er orðið að túpera komð?

Sögnin að túpera í merkingunni 'greiða hár frá enda í átt að rót til að það lyftist' hefur þekkst í málinu nokkuð lengi. Hennar verður vart þegar snemma á 20. öld. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr tímaritinu Einreiðinni frá 1914 (bls. 169).

Þar skrifaði Anna Thorlacius greinina „Heimförin“ og fjallar þar meðal annars um hvernig vinnukonur séu orðnar. Þær fáist ekki til að mjólka kvíaær en: „Þær kunna að setja upp á sér hárið, og segjast vera að „túbera“ það.“ Dæmum fjölgar eftir því sem líða tekur á öldina og milli 1960 og 1970 er sögnin mjög algeng eins og reyndar nafnorðið túpering líka.

Sögnin túpera er tökuorð úr dönsku toupere í sömu merkingu en hún er aftur leidd af franska orðinu toupet 'hártoppur'.

Útgáfudagur

25.2.2004

Spyrjandi

Guðný Svava Guðjónsdóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið að túpera komð?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2004. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4018.

Guðrún Kvaran. (2004, 25. febrúar). Hvaðan er orðið að túpera komð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4018

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið að túpera komð?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2004. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4018>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.