Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers vegna fá menn snjóblindu?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Snjóblinda er sársaukafullt ástand sem lýsir sér í ljósfælni, bólgu í hornhimnu og táru (slímhimnu augans) og jafnvel tímabundinni (oftast) blindu.

Snjóblinda stafar af ljósskemmdum (bruna) sem verða á hornhimnu augnanna þegar þau eru óvarin gegn sterku sólarljósi og útfjólubláum geislum sem endurkastast af snjó eða ís. Þá myndast örsmáar blöðrur á hornhimnunni sem springa og skilja eftir smásár. Þessi sár valda miklum sársauka en þau gróa á nokkrum dögum.

Það sama getur gerst ef augun eru ekki vel varin við rafsuðu og er þá talað um rafsuðublindu.


Snjógleraugu frá Inúítum sem notuð voru til að verjast snjóblindu

Hætta á snjóblindu er meiri eftir því sem hæð yfir sjávarmáli er meiri og hún er einnig algengari á pólsvæðum. Hægt er að komast hjá snjóblindu með því að nota góð sólgleraugu með gleri sem síar útfjólubláa geisla frá (svokölluð pólaroid gleraugu) þegar farið er á skíði eða í göngutúra í mikilli birtu og snjó.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

27.2.2004

Spyrjandi

Magnús Gylfason

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna fá menn snjóblindu? “ Vísindavefurinn, 27. febrúar 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4025.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 27. febrúar). Hvers vegna fá menn snjóblindu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4025

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvers vegna fá menn snjóblindu? “ Vísindavefurinn. 27. feb. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4025>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna fá menn snjóblindu?
Snjóblinda er sársaukafullt ástand sem lýsir sér í ljósfælni, bólgu í hornhimnu og táru (slímhimnu augans) og jafnvel tímabundinni (oftast) blindu.

Snjóblinda stafar af ljósskemmdum (bruna) sem verða á hornhimnu augnanna þegar þau eru óvarin gegn sterku sólarljósi og útfjólubláum geislum sem endurkastast af snjó eða ís. Þá myndast örsmáar blöðrur á hornhimnunni sem springa og skilja eftir smásár. Þessi sár valda miklum sársauka en þau gróa á nokkrum dögum.

Það sama getur gerst ef augun eru ekki vel varin við rafsuðu og er þá talað um rafsuðublindu.


Snjógleraugu frá Inúítum sem notuð voru til að verjast snjóblindu

Hætta á snjóblindu er meiri eftir því sem hæð yfir sjávarmáli er meiri og hún er einnig algengari á pólsvæðum. Hægt er að komast hjá snjóblindu með því að nota góð sólgleraugu með gleri sem síar útfjólubláa geisla frá (svokölluð pólaroid gleraugu) þegar farið er á skíði eða í göngutúra í mikilli birtu og snjó.

Heimildir og mynd:...