Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Samkvæmt bókinni Sól, tungl og stjörnur eru fjórir hringir um Neptúnus, en samkvæmt heimildum á vefsíðunni Nasa Space Link eru þeir sex.
Hringirnir eru úr rykögnum sem mynduðust þegar loftsteinar rákust á fyrrverandi tungl Neptúnusar fyrir nokkrum milljónum ára og voru uppgötvaðir af Voyager 2 sem fór framhjá reikistjörnunni árið 1989.
Ljósmynd sem Voyager 2 tók af aðalhringjum Neptúnusar .
Ysti hringurinn, sem heitir Adams, er gerður úr fimm minni hringjum, Liberté, Equalité 1, Equalité 2, Fraternité og Courage. Næst fyrir innan er ónefndur hringur sem tunglið Galatea er inni í. Síðan koma Le Verrier, þá Lassell, Arago og loks Galle sem er næstur reikistjörnunni.
Aðrar reikistjörnur sem hafa hringi eru Júpíter, Satúrnus og Úranus. Flestir hringirnir nema þeir í kringum Satúrnus hafa verið fundnir og rannsakaðir af Voyager 1 og Voyager 2 förunum.
Neptúnus er áttunda reikistjarnan frá sólu og fjórða stærsta í þvermál. Neptúnus er minni í þvermál en massameiri en Úranus. Hún er meira en 4,5 milljarða kílómetra frá sólu.
Johann Gottfried Galle og Heinrich Louis d’Arrest fundu Neptúnus eftir útreikninga Urbain Jean Joseph Le Verrier um að það yrði að vera reikistjarna hinu megin við Úranus til að útskýra óútskýranlegt frávik Úranusar af braut sinni um sólu.
Heimildir og mynd:
Hurd, Dean og fleiri, Sól, tungl og stjörnur: Kennarahandbók (Þorsteinn Vilhjálmsson þýddi og staðfærði ásamt aðstoðarmönnum), Námsgagnastofnun, Reykjavík, 2001.
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Ólafur Heiðar Helgason og Sigurður Örn Ragnarsson. „Hvað eru hringir Neptúnusar margir?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2004, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4027.
Ólafur Heiðar Helgason og Sigurður Örn Ragnarsson. (2004, 28. febrúar). Hvað eru hringir Neptúnusar margir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4027
Ólafur Heiðar Helgason og Sigurður Örn Ragnarsson. „Hvað eru hringir Neptúnusar margir?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2004. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4027>.