Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær fékk Kanada sjálfstæði?

Unnar Árnason og Þorkell Viktor Þorsteinsson

Kanada er annað stærsta land í heimi, aðeins Rússland er stærra. Í samræmi við það er saga landsins flókin, jafnvel þó aðeins sé miðað við þann tiltölulega stutta tíma sem evrópsk áhrif hafa verið ríkjandi, eða frá því að Kólumbus „fann“ Ameríku 1492.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Kort af Kanada og nálægum löndum.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Þegar fjallað er um sjálfstæði Kanada er rétt að nema staðar við þrjú ártöl, 1867, 1931 og 1982. Á 18. öld var það svæði sem þá kallaðist Kanada, undir stjórn Breska heimsveldisins en tvískipt. Í Efra-Kanada bjó enskumælandi þjóðarbrot þar sem nú er fylkið Ontario, en frönskumælendur héldu til í Neðra-Kanada, þar sem nú er Québecfylki. Þessar nýlendur voru sameinaðar 1841 og árið 1867 fékk sameinað Kanada heimastjórn, fyrst landa Breska heimsveldisins. Á sama tíma gengu nýlendurnar Nova Scotia og New Brunswick til liðs við Kanada. Þessi gjörningur gekk undir heitinu British North America Act en var síðar nefndur upp á nýtt Constitution Act of 1867. Eins og nýja heitið gefur til kynna var Kanada gefin stjórnarskrá en hélt áfram að vera undir stjórn Breta hvað utanríkismál varðaði.

Við stofnun Breska samveldisins árið 1931, varð Kanada sjálfstætt ríki innan þess. Var þar um að ræða eftirmála nýlendustríða Breta, meðal annars í Suður-Afríku, og minnkandi valds Breta yfir nýlendum sínum, auk sjálfstæðrar þátttöku Kanada í fyrri heimsstyrjöldinni. Stjórn Kanada á eigin utanríkismálum var nú viðurkennd formlega en óformlega höfðu Kanadamenn smám saman tekið sjálfir að sér þau mál síðustu áratugi.

Hinsvegar er ekki hægt að segja að Kanada hafi orðið að fullu sjálfstætt stjórnarfarslega fyrr en árið 1982. Þá fengu Kanadamenn loks fullkomið sjálfstæði yfir stjórnarskrá og stjórnlögum, sem áður höfðu heyrt undir breska þingið. Breska þingið samþykkti ályktun þessa efnis 25. mars 1982 og Elísabet II Bretadrottning gaf út yfirlýsingu 17. apríl sama ár sem viðurkenndi Constitution Act of 1982 og þar með fullt sjálfstæði Kanada.

Heimildir og kort:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Grein um Kanada á vefsetri Encyclopædia Britannica.
  • Equator Online.


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

nemandi í Laugarnesskóla

Útgáfudagur

3.3.2004

Spyrjandi

Finnur Torfason, f. 1986

Tilvísun

Unnar Árnason og Þorkell Viktor Þorsteinsson. „Hvenær fékk Kanada sjálfstæði?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2004, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4035.

Unnar Árnason og Þorkell Viktor Þorsteinsson. (2004, 3. mars). Hvenær fékk Kanada sjálfstæði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4035

Unnar Árnason og Þorkell Viktor Þorsteinsson. „Hvenær fékk Kanada sjálfstæði?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2004. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4035>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær fékk Kanada sjálfstæði?
Kanada er annað stærsta land í heimi, aðeins Rússland er stærra. Í samræmi við það er saga landsins flókin, jafnvel þó aðeins sé miðað við þann tiltölulega stutta tíma sem evrópsk áhrif hafa verið ríkjandi, eða frá því að Kólumbus „fann“ Ameríku 1492.


Smellið til að skoða stærri útgáfu.
Kort af Kanada og nálægum löndum.
Smellið til að skoða stærri útgáfu.

Þegar fjallað er um sjálfstæði Kanada er rétt að nema staðar við þrjú ártöl, 1867, 1931 og 1982. Á 18. öld var það svæði sem þá kallaðist Kanada, undir stjórn Breska heimsveldisins en tvískipt. Í Efra-Kanada bjó enskumælandi þjóðarbrot þar sem nú er fylkið Ontario, en frönskumælendur héldu til í Neðra-Kanada, þar sem nú er Québecfylki. Þessar nýlendur voru sameinaðar 1841 og árið 1867 fékk sameinað Kanada heimastjórn, fyrst landa Breska heimsveldisins. Á sama tíma gengu nýlendurnar Nova Scotia og New Brunswick til liðs við Kanada. Þessi gjörningur gekk undir heitinu British North America Act en var síðar nefndur upp á nýtt Constitution Act of 1867. Eins og nýja heitið gefur til kynna var Kanada gefin stjórnarskrá en hélt áfram að vera undir stjórn Breta hvað utanríkismál varðaði.

Við stofnun Breska samveldisins árið 1931, varð Kanada sjálfstætt ríki innan þess. Var þar um að ræða eftirmála nýlendustríða Breta, meðal annars í Suður-Afríku, og minnkandi valds Breta yfir nýlendum sínum, auk sjálfstæðrar þátttöku Kanada í fyrri heimsstyrjöldinni. Stjórn Kanada á eigin utanríkismálum var nú viðurkennd formlega en óformlega höfðu Kanadamenn smám saman tekið sjálfir að sér þau mál síðustu áratugi.

Hinsvegar er ekki hægt að segja að Kanada hafi orðið að fullu sjálfstætt stjórnarfarslega fyrr en árið 1982. Þá fengu Kanadamenn loks fullkomið sjálfstæði yfir stjórnarskrá og stjórnlögum, sem áður höfðu heyrt undir breska þingið. Breska þingið samþykkti ályktun þessa efnis 25. mars 1982 og Elísabet II Bretadrottning gaf út yfirlýsingu 17. apríl sama ár sem viðurkenndi Constitution Act of 1982 og þar með fullt sjálfstæði Kanada.

Heimildir og kort:
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Grein um Kanada á vefsetri Encyclopædia Britannica.
  • Equator Online.


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....