Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um píranafiska?

Jón Már Halldórsson

Allar tegundir píranafiska, eða flensara, tilheyra ættinni Serrasalmidae. Píranafiskar lifa einungis villtir í Suður-Ameríku og í Amasonfljóti finnast um 20 tegundir. Þeirra frægust er Serrasalmus nattereri sem er að öllum líkindum sú tegund sem spyrjendur vilja fræðast um.

Líkt og hákarlar laðast píranafiskar að blóði. Flestar tegundir stunda þó hræát frekar en að drepa sér til matar auk þess sem ein ættkvíslin, Catoprion, nartar aðallega af hreistri eða uggum annarra fiska. Sú ímynd sem almenningur hefur af píranafiskum á sér vart stoð í raunverulegu eðli þessara fiska. Píranafiskar ráðast afar sjaldan á stór spendýr og árásir á menn eru mjög sjaldgæfar.Serrasalmus nattereri

Sú tegund sem helst getur staðið undir hinni blóðugu ímynd píranafiska, er hin áðurnefnda Serrasalmus nattereri, sem á ensku er kölluð „red-bellied piranha“ vegna rauðs kviðar. Á íslensku mætti nefna hana rauðflensara.

Fiskar af þessari tegund verða um 30 cm á lengd, hafa stærstu og oddhvössustu tennur allra píranafiska og veiða í hópum sem geta talið allt að 100 fiska. Oftast er bráðin stærri en þeir sjálfir. Veiðiaðferð þessarar tegundar hefur verið rannsökuð mikið og er talið að þegar einn fiskur hefur fundið vænlega bráð, gefi hann frá sér merki sem aðrir fiskar nema. Líklega er um hljóðmerki að ræða en píranafiskar heyra afskaplega vel. Yfirleitt ræðst hver píranafiskur á bráðina, bítur stykki af og fer jafnharðan í burtu á meðan sá næsti endurtekur leikinn. Svona gengur það koll af kolli þangað til allt hold er búið af bráðinni og tekur þetta mjög skamman tíma.

Serrasalmus nattereri eru vinsælir búrfiskar en eins og gefur að skilja eru þeir ekki hentugir í búri með öðrum tegundum! Kjörhitastig þeirra er 24-27°C í vatni með sýrustig (pH-gildi) á bilinu 5,5-7. Heimkynni S. nattereri er í Amasonfljótinu og nokkrum þverám þess. Eigendur þessara fiska mæla með því að þeir fái lifandi fæðu, til dæmis aðra smáfiska, en einnig fer hrátt kjöt vel ofan í þá.

Ólöglegt er að halda þessari tegund í búri í heimahúsi í flestum ríkjum Bandaríkjanna. Höfundi er ekki kunnugt hvort S. nattereri eða aðrar tegundir píranafiska séu bannaðar hér á landi. Vitað er að píranafiskar eru haldnir í búrum á Íslandi og áhugasamir lesendur geta farið á vefsíðuna Gallerí skrautfiskur til að nálgast frekari upplýsingar um hvernig búa skal um þessa fiska.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.3.2004

Spyrjandi

Grétar Jónsson, f. 1988
Hermann Hafsteinsson, f. 1986
Egill Lárusson
Sindri Hlíðar Jónsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um píranafiska?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2004. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4036.

Jón Már Halldórsson. (2004, 3. mars). Hvað getið þið sagt mér um píranafiska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4036

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um píranafiska?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2004. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4036>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um píranafiska?
Allar tegundir píranafiska, eða flensara, tilheyra ættinni Serrasalmidae. Píranafiskar lifa einungis villtir í Suður-Ameríku og í Amasonfljóti finnast um 20 tegundir. Þeirra frægust er Serrasalmus nattereri sem er að öllum líkindum sú tegund sem spyrjendur vilja fræðast um.

Líkt og hákarlar laðast píranafiskar að blóði. Flestar tegundir stunda þó hræát frekar en að drepa sér til matar auk þess sem ein ættkvíslin, Catoprion, nartar aðallega af hreistri eða uggum annarra fiska. Sú ímynd sem almenningur hefur af píranafiskum á sér vart stoð í raunverulegu eðli þessara fiska. Píranafiskar ráðast afar sjaldan á stór spendýr og árásir á menn eru mjög sjaldgæfar.Serrasalmus nattereri

Sú tegund sem helst getur staðið undir hinni blóðugu ímynd píranafiska, er hin áðurnefnda Serrasalmus nattereri, sem á ensku er kölluð „red-bellied piranha“ vegna rauðs kviðar. Á íslensku mætti nefna hana rauðflensara.

Fiskar af þessari tegund verða um 30 cm á lengd, hafa stærstu og oddhvössustu tennur allra píranafiska og veiða í hópum sem geta talið allt að 100 fiska. Oftast er bráðin stærri en þeir sjálfir. Veiðiaðferð þessarar tegundar hefur verið rannsökuð mikið og er talið að þegar einn fiskur hefur fundið vænlega bráð, gefi hann frá sér merki sem aðrir fiskar nema. Líklega er um hljóðmerki að ræða en píranafiskar heyra afskaplega vel. Yfirleitt ræðst hver píranafiskur á bráðina, bítur stykki af og fer jafnharðan í burtu á meðan sá næsti endurtekur leikinn. Svona gengur það koll af kolli þangað til allt hold er búið af bráðinni og tekur þetta mjög skamman tíma.

Serrasalmus nattereri eru vinsælir búrfiskar en eins og gefur að skilja eru þeir ekki hentugir í búri með öðrum tegundum! Kjörhitastig þeirra er 24-27°C í vatni með sýrustig (pH-gildi) á bilinu 5,5-7. Heimkynni S. nattereri er í Amasonfljótinu og nokkrum þverám þess. Eigendur þessara fiska mæla með því að þeir fái lifandi fæðu, til dæmis aðra smáfiska, en einnig fer hrátt kjöt vel ofan í þá.

Ólöglegt er að halda þessari tegund í búri í heimahúsi í flestum ríkjum Bandaríkjanna. Höfundi er ekki kunnugt hvort S. nattereri eða aðrar tegundir píranafiska séu bannaðar hér á landi. Vitað er að píranafiskar eru haldnir í búrum á Íslandi og áhugasamir lesendur geta farið á vefsíðuna Gallerí skrautfiskur til að nálgast frekari upplýsingar um hvernig búa skal um þessa fiska.

Heimildir og mynd:...