Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Af hverju fær maður kul í tennurnar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Tannkul eða viðkvæmni í tönnum getur komið fram þegar fólk borðar eða drekkur eitthvað kalt eða heitt, sætt eða súrt. Snerting við tennur getur líka í sumum tilfellum valdið sársauka og einnig ef kalt loft leikur um þær.

Viðkvæmnin stafar af örvun frumna inni í örsmáum göngum sem eru í tannbeininu (e. dentin) en það liggur beint undir glerungi (e. enamel) tannanna. Í tannbeininu er tannkvika (e. pulp) með æðum og taugum. Í heilbrigðum tönnum er tannbeinið varið af bæði glerungi og tannholdi. Ef glerungurinn eyðist eða tannhold hefur ýst niður af tannhálsi eru frumur á yfirborði gangnanna óvarðar.

Hiti og kuldi valda því að tennurnar þenjast út og dragast saman. Með tímanum geta myndast örlitlar sprungur í tönnunum sem opna greiða leið fyrir áreiti að berast til tauga í tannkviku sem skynjast sem sársauki. Óvarin svæði á tönnum geta því valdið sársauka þegar ofantalin áreiti eru fyrir hendi. Þannig getur til dæmis skeið af rjómaís valdið kvölum í staðinn fyrir ánægju.

Helstu þættir sem gera tannbeinið óvarið eru eftirfarandi:
  • Tannholdið liggur ekki lengur þétt upp að tönnunum. Röng aðferð við tannburstun eða sjúkdómar í tannholdi geta verið orsök þess.
  • Tennur hafa brotnað eða kvarnast úr þeim.
  • Tönnum er klemmt saman eða þeim er gníst saman.
  • Öldrun.

Góð ráð til að vinna gegn viðkvæmum tönnum eru eftirfarandi:
  • Fara reglulega til tannlæknis. Hann einn getur greint tannskemmdir en einkenni frá þeim geta líkst einkennum frá viðkvæmum tönnum. Hann getur líka greint sjúkdóma í tannholdi og sprungur og fleira í tönnunum sjálfum.
  • Nota tannbursta með mjúkum hárum. Hörð hár geta valdið skemmdum á tannholdi.
  • Forðast að bursta tennur of fast. Með því að skoða hárin á tannburstanum er hægt að komast að því hvort þetta er tilfellið.
  • Forðast tannkrem með ertandi efnum ef hægt er. Hér er einkum átt við tannkrem sem gera tennur hvítari og/eða vinna gegn tannsteini.
  • Nota tannkrem sem er gert sérstaklega fyrir viðkvæmar tennur. Þessi tannkrem innihalda efni sem fylla í götin í göngum tannbeinsins. Þannig berst áreitið ekki til tauganna og skynjast því ekki sem sársauki. Það getur tekið allt að nokkrar vikur áður en full verkun tannkremsins kemur fram.
  • Nota flúorskol fyrir viðkvæmar tennur til að styrkja glerung og fylla í göt í tannbeini.
  • Forðast súrar matvörur. Þær eyða glerungi tannanna. Sykurlausir drykkir (diet-drykkir) eru í þessum hópi.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.3.2004

Spyrjandi

Katrín Brigisdóttir, f. 1987
Jón Jónsson, f. 1988
Stefán Ari Stefánsson, f. 1990
Bylgja Sif Jónsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju fær maður kul í tennurnar?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4037.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 4. mars). Af hverju fær maður kul í tennurnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4037

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju fær maður kul í tennurnar?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4037>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður kul í tennurnar?
Tannkul eða viðkvæmni í tönnum getur komið fram þegar fólk borðar eða drekkur eitthvað kalt eða heitt, sætt eða súrt. Snerting við tennur getur líka í sumum tilfellum valdið sársauka og einnig ef kalt loft leikur um þær.

Viðkvæmnin stafar af örvun frumna inni í örsmáum göngum sem eru í tannbeininu (e. dentin) en það liggur beint undir glerungi (e. enamel) tannanna. Í tannbeininu er tannkvika (e. pulp) með æðum og taugum. Í heilbrigðum tönnum er tannbeinið varið af bæði glerungi og tannholdi. Ef glerungurinn eyðist eða tannhold hefur ýst niður af tannhálsi eru frumur á yfirborði gangnanna óvarðar.

Hiti og kuldi valda því að tennurnar þenjast út og dragast saman. Með tímanum geta myndast örlitlar sprungur í tönnunum sem opna greiða leið fyrir áreiti að berast til tauga í tannkviku sem skynjast sem sársauki. Óvarin svæði á tönnum geta því valdið sársauka þegar ofantalin áreiti eru fyrir hendi. Þannig getur til dæmis skeið af rjómaís valdið kvölum í staðinn fyrir ánægju.

Helstu þættir sem gera tannbeinið óvarið eru eftirfarandi:
  • Tannholdið liggur ekki lengur þétt upp að tönnunum. Röng aðferð við tannburstun eða sjúkdómar í tannholdi geta verið orsök þess.
  • Tennur hafa brotnað eða kvarnast úr þeim.
  • Tönnum er klemmt saman eða þeim er gníst saman.
  • Öldrun.

Góð ráð til að vinna gegn viðkvæmum tönnum eru eftirfarandi:
  • Fara reglulega til tannlæknis. Hann einn getur greint tannskemmdir en einkenni frá þeim geta líkst einkennum frá viðkvæmum tönnum. Hann getur líka greint sjúkdóma í tannholdi og sprungur og fleira í tönnunum sjálfum.
  • Nota tannbursta með mjúkum hárum. Hörð hár geta valdið skemmdum á tannholdi.
  • Forðast að bursta tennur of fast. Með því að skoða hárin á tannburstanum er hægt að komast að því hvort þetta er tilfellið.
  • Forðast tannkrem með ertandi efnum ef hægt er. Hér er einkum átt við tannkrem sem gera tennur hvítari og/eða vinna gegn tannsteini.
  • Nota tannkrem sem er gert sérstaklega fyrir viðkvæmar tennur. Þessi tannkrem innihalda efni sem fylla í götin í göngum tannbeinsins. Þannig berst áreitið ekki til tauganna og skynjast því ekki sem sársauki. Það getur tekið allt að nokkrar vikur áður en full verkun tannkremsins kemur fram.
  • Nota flúorskol fyrir viðkvæmar tennur til að styrkja glerung og fylla í göt í tannbeini.
  • Forðast súrar matvörur. Þær eyða glerungi tannanna. Sykurlausir drykkir (diet-drykkir) eru í þessum hópi.

Heimildir og mynd:...