Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?

Hjalti Hugason

Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum?

Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er átt við þá sem fæðst hafa og alist upp á viðkomandi stað eða flust þangað til langdvalar, til dæmis vegna hjúskapar með einhverjum innfæddum? Teljast þeir með í spurningunni sem dvelja í landinu um hríð, til dæmis vegna hjálparstarfa, kristniboðs eða beinlínis hernaðar eins og nú er uppi á teningnum?

Til að mynda sér hugmynd að svari ber að hafa tvennt í huga: Kristni hefur frá upphafi verið boðandi trú. Kristnir menn hafa sem sé séð það sem skyldu sína að breiða trú sína út sem víðast. Byggja þeir þar á orðum Krists í Matteusarguðspjalli þar sem hann segir:

Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. (Matt 28:18-20)

Þetta atriði greinir kristindóm frá gyðingdómi sem hann er upp runninn úr en gyðingar líta svo á að maður fæðist inn í trúna og gera lítið til að breiða hana út sem slíka. Þá ber að gæta þess að kristni var ríkistrú rómverska ríkisins og síðar drottnandi í Evrópu og loks í Norður-Ameríku. Í kjölfar evrópskrar og amerískrar útþenslustefnu hefur kristni því hlotið mikla útbreiðslu sem vart ber að líta á sem trúboð.

Af því sem hér hefur verið sagt má ætla að einhverja kristna menn sé að finna í flestum þjóðlöndum heims þótt ef til vill sé þar ekki um innfædda að ræða. Helst má gera ráð fyrir að kristna menn sé ekki að finna í þeim löndum Asíu og Afríku þar sem íslam er ríkjandi trú og hafa verið í minnstum samskiptum við Vesturlönd. Formlegt kristniboð mun enda almennt vera óheimilt í múslimskum löndum.

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

4.3.2004

Spyrjandi

Katrín Pálsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn? “ Vísindavefurinn, 4. mars 2004. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4039.

Hjalti Hugason. (2004, 4. mars). Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4039

Hjalti Hugason. „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn? “ Vísindavefurinn. 4. mar. 2004. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4039>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?
Spurningin „Í hversu mörgum löndum búa kristnir menn?“ er flóknari en virðist fljótt á litið. Hvað er til dæmis átt við með lönd? Eru það sjálfstæð þjóðríki/þjóðlönd eða landssvæði sem byggð eru ákveðnum þjóðum, þjóðarbrotum eða þjóðflokkum?

Þá er líka torvelt að vita hvað átt er við með sögninni að búa? Er átt við þá sem fæðst hafa og alist upp á viðkomandi stað eða flust þangað til langdvalar, til dæmis vegna hjúskapar með einhverjum innfæddum? Teljast þeir með í spurningunni sem dvelja í landinu um hríð, til dæmis vegna hjálparstarfa, kristniboðs eða beinlínis hernaðar eins og nú er uppi á teningnum?

Til að mynda sér hugmynd að svari ber að hafa tvennt í huga: Kristni hefur frá upphafi verið boðandi trú. Kristnir menn hafa sem sé séð það sem skyldu sína að breiða trú sína út sem víðast. Byggja þeir þar á orðum Krists í Matteusarguðspjalli þar sem hann segir:

Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður. Sjá ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. (Matt 28:18-20)

Þetta atriði greinir kristindóm frá gyðingdómi sem hann er upp runninn úr en gyðingar líta svo á að maður fæðist inn í trúna og gera lítið til að breiða hana út sem slíka. Þá ber að gæta þess að kristni var ríkistrú rómverska ríkisins og síðar drottnandi í Evrópu og loks í Norður-Ameríku. Í kjölfar evrópskrar og amerískrar útþenslustefnu hefur kristni því hlotið mikla útbreiðslu sem vart ber að líta á sem trúboð.

Af því sem hér hefur verið sagt má ætla að einhverja kristna menn sé að finna í flestum þjóðlöndum heims þótt ef til vill sé þar ekki um innfædda að ræða. Helst má gera ráð fyrir að kristna menn sé ekki að finna í þeim löndum Asíu og Afríku þar sem íslam er ríkjandi trú og hafa verið í minnstum samskiptum við Vesturlönd. Formlegt kristniboð mun enda almennt vera óheimilt í múslimskum löndum.

...