Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Allir vita hvað það þýðir þegar maður segist til dæmis 'ekki sjá neitt'. Þá er neitunin ekki hengd við orðið neitt, en hvað þýðir það orð þá?
Neinn er óákveðið fornafn og er notað í merkingunni 'enginn eða ekkert er af því sem um er rætt'. Það er þannig til orðið að neitunin ne fór til forna á undan einn til þess að tákna að um engan væri að ræða. Neitunin rann síðan saman við fornafnið, það er ne-einn 'ekki einn' varð neinn.
Síðar var neitun skotið inn aftur en saman merkir neitun og fornafn 'enginn'. Dæmi:
Hann gaf mér ekki neitt = hann gaf mér ekkert.
Hún þekkti ekki neinn í boðinu = hún þekkti engan.
Guðrún Kvaran. „Hvað er orðið neinn, eins og þegar við segjum 'ekki neinn'?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2004, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4042.
Guðrún Kvaran. (2004, 8. mars). Hvað er orðið neinn, eins og þegar við segjum 'ekki neinn'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4042
Guðrún Kvaran. „Hvað er orðið neinn, eins og þegar við segjum 'ekki neinn'?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2004. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4042>.