Sólin Sólin Rís 04:13 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:17 • Sest 10:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:13 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:17 • Sest 10:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða fæðutegundum er nikkel?

Björn Sigurður Gunnarsson

Nikkel er að finna í fjölda fæðutegunda. Yfirleitt er töluvert meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Í hnetum er til að mynda heilmikið nikkel en tiltölulega lítið er af því í mjólkurmat, fiski og eggjum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda nikkel í ríkum mæli eru súkkulaði, þurrkaðar baunir og ýmiss konar kornmeti. Í töflunni hér á eftir má sjá dreifingu nikkelmagns í ýmsum fæðuflokkum.

Ekki er vitað með fullri vissu hvort nikkel úr fæðu sé nauðsynlegt mönnum en sýnt hefur verið fram á að það er mikilvægt ýmsum dýrum, svo sem kindum, kúm, geitum og rottum. Meðal skortseinkenna sem sést hafa í dýrum er skertur vöxtur og skert frjósemi. Af þessu má gera ráð fyrir að nikkel sé einnig nauðsynlegt næringarefni fyrir menn og út frá þeim dýratilraunum sem fyrir liggja hefur verið stungið upp á að áætluð þörf mannslíkamans sé kringum 25-35 míkrógrömm á dag. Hins vegar eru engar opinberar ráðleggingar til fyrir nikkel, og frekari rannsókna er þörf áður en hægt er að ákvarða raunverulega nikkelþörf og gefa út ráðleggingar.

Nikkelofnæmi er nokkuð algengt nú á dögum, en það lýsir sér fyrst og fremst í útbrotum á húð, meðal annars undan skartgripum. Talið er ólíklegt að nikkel í matvælum geti valdið einkennum og nánast er útilokað að koma algjörlega í veg fyrir að nikkel sé í fæðunni þar sem það er svo víða að finna í mat. Þó telja sumir húðsjúkdómafræðingar að einstaklingar sem eru sérstaklega nikkelnæmir geti prófað að forðast nikkelríkar fæðutegundir, en slíkt er þó ekki almennt ráðlagt.

FæðuflokkurNikkelinnihald - míkrógrömm/100g
Mjólk, jógúrt og ostur0-8,2
Egg0-1,4
Kjöt og fiskur0-14,3
Korn og kornvörur0,3-228,5
Ávextir og ávaxtasafi0-47,7
Grænmeti0,2-40,5

Heimild: Pennington JAT, Jones JW. "Molybdenum, nickel, cobalt, vanadium and strontium in total diets". J Am Diet Assoc. 1987; 87:1644-50.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

11.3.2004

Spyrjandi

Borghildur Hlíf Stefánsdóttir
Sigrún Gröndal

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Í hvaða fæðutegundum er nikkel?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2004, sótt 25. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4049.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2004, 11. mars). Í hvaða fæðutegundum er nikkel? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4049

Björn Sigurður Gunnarsson. „Í hvaða fæðutegundum er nikkel?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2004. Vefsíða. 25. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4049>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða fæðutegundum er nikkel?
Nikkel er að finna í fjölda fæðutegunda. Yfirleitt er töluvert meira nikkel í fæðutegundum úr jurtaríkinu en dýraríkinu. Í hnetum er til að mynda heilmikið nikkel en tiltölulega lítið er af því í mjólkurmat, fiski og eggjum. Aðrar fæðutegundir sem innihalda nikkel í ríkum mæli eru súkkulaði, þurrkaðar baunir og ýmiss konar kornmeti. Í töflunni hér á eftir má sjá dreifingu nikkelmagns í ýmsum fæðuflokkum.

Ekki er vitað með fullri vissu hvort nikkel úr fæðu sé nauðsynlegt mönnum en sýnt hefur verið fram á að það er mikilvægt ýmsum dýrum, svo sem kindum, kúm, geitum og rottum. Meðal skortseinkenna sem sést hafa í dýrum er skertur vöxtur og skert frjósemi. Af þessu má gera ráð fyrir að nikkel sé einnig nauðsynlegt næringarefni fyrir menn og út frá þeim dýratilraunum sem fyrir liggja hefur verið stungið upp á að áætluð þörf mannslíkamans sé kringum 25-35 míkrógrömm á dag. Hins vegar eru engar opinberar ráðleggingar til fyrir nikkel, og frekari rannsókna er þörf áður en hægt er að ákvarða raunverulega nikkelþörf og gefa út ráðleggingar.

Nikkelofnæmi er nokkuð algengt nú á dögum, en það lýsir sér fyrst og fremst í útbrotum á húð, meðal annars undan skartgripum. Talið er ólíklegt að nikkel í matvælum geti valdið einkennum og nánast er útilokað að koma algjörlega í veg fyrir að nikkel sé í fæðunni þar sem það er svo víða að finna í mat. Þó telja sumir húðsjúkdómafræðingar að einstaklingar sem eru sérstaklega nikkelnæmir geti prófað að forðast nikkelríkar fæðutegundir, en slíkt er þó ekki almennt ráðlagt.

FæðuflokkurNikkelinnihald - míkrógrömm/100g
Mjólk, jógúrt og ostur0-8,2
Egg0-1,4
Kjöt og fiskur0-14,3
Korn og kornvörur0,3-228,5
Ávextir og ávaxtasafi0-47,7
Grænmeti0,2-40,5

Heimild: Pennington JAT, Jones JW. "Molybdenum, nickel, cobalt, vanadium and strontium in total diets". J Am Diet Assoc. 1987; 87:1644-50.

...