Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er mafía og er hún til á Íslandi?

Trausti Geir Jónasson og Þorkell Viktor Þorsteinsson

Mafía er orð yfir leynileg glæpasamtök sem eiga rætur að rekja til Sikileyjar á miðöldum. Hugsanlegt er talið að mafían hafi í fyrstu verið stofnuð til að vinna gegn erlendum yfirráðum á eyjunni.

Um aldamótin 1900 barst mafían til Bandaríkjanna með ítölskum innflytjendum sem voru tengdir glæpasamtökunum. Ýmsar bandarískar kvikmyndir þar sem samtökin koma við sögu hafa verið gerðar eins og til dæmis:
  • The Godfather (1972)
  • Scarface (1983)
  • The Untouchables (1987)
Í Bandaríkjunum dafnaði mafían vel á bannárunum og stundaði þá meðal annars leynilega vínsölu. Á fyrri hluta síðustu aldar höfðu mafíusamtökin Svarta höndin mikil ítök í New York. Áætlað er að þá hafi um 90% innflytjenda af ítölskum uppruna fengið hótunarbréf frá samtökunum sem voru merkt með einkennistákni þeirra sem var svört hönd.



Hér sést Manhattaneyja á ljósmynd frá árinu 1910.

Í Bandaríkjunum notaði mafían heitið Cosa Nostra sem er ítalska og merkir ‘okkar mál’. Frá og með miðri síðustu öld stýrðu um 24 fjölskyldur starfsemi þeirra samtaka.

Heitið mafía er einnig notað um glæpasamtök í öðrum löndum sem svipar til hinnar ítölsku og bandarísku, oft heyrist til dæmis talað um rússnesku mafíuna. Hér er á landi er ekki hefð fyrir því að tala um mafíu sem skipulögð glæpasamtök.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

nemandi í Grundaskóla

nemandi í Laugarnesskóla

Útgáfudagur

15.3.2004

Spyrjandi

Birgir Steinþórsson, f. 1988

Tilvísun

Trausti Geir Jónasson og Þorkell Viktor Þorsteinsson. „Hvað er mafía og er hún til á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 15. mars 2004. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4053.

Trausti Geir Jónasson og Þorkell Viktor Þorsteinsson. (2004, 15. mars). Hvað er mafía og er hún til á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4053

Trausti Geir Jónasson og Þorkell Viktor Þorsteinsson. „Hvað er mafía og er hún til á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 15. mar. 2004. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4053>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er mafía og er hún til á Íslandi?
Mafía er orð yfir leynileg glæpasamtök sem eiga rætur að rekja til Sikileyjar á miðöldum. Hugsanlegt er talið að mafían hafi í fyrstu verið stofnuð til að vinna gegn erlendum yfirráðum á eyjunni.

Um aldamótin 1900 barst mafían til Bandaríkjanna með ítölskum innflytjendum sem voru tengdir glæpasamtökunum. Ýmsar bandarískar kvikmyndir þar sem samtökin koma við sögu hafa verið gerðar eins og til dæmis:
  • The Godfather (1972)
  • Scarface (1983)
  • The Untouchables (1987)
Í Bandaríkjunum dafnaði mafían vel á bannárunum og stundaði þá meðal annars leynilega vínsölu. Á fyrri hluta síðustu aldar höfðu mafíusamtökin Svarta höndin mikil ítök í New York. Áætlað er að þá hafi um 90% innflytjenda af ítölskum uppruna fengið hótunarbréf frá samtökunum sem voru merkt með einkennistákni þeirra sem var svört hönd.



Hér sést Manhattaneyja á ljósmynd frá árinu 1910.

Í Bandaríkjunum notaði mafían heitið Cosa Nostra sem er ítalska og merkir ‘okkar mál’. Frá og með miðri síðustu öld stýrðu um 24 fjölskyldur starfsemi þeirra samtaka.

Heitið mafía er einnig notað um glæpasamtök í öðrum löndum sem svipar til hinnar ítölsku og bandarísku, oft heyrist til dæmis talað um rússnesku mafíuna. Hér er á landi er ekki hefð fyrir því að tala um mafíu sem skipulögð glæpasamtök.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....