Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er lífið til?

Sums staðar í náttúrunni eru aðstæður þannig að mikið verður til af nýjum efnum. Þannig geta myndast efnasúpur með mörgum frumefnum í og þar myndast í sífellu nýjar og nýjar sameindir, það er að segja ný efnasambönd. Þessi efnasmíð örvast enn frekar til dæmis ef eldingar eru algengar á staðnum og önnur náttúruöfl hjálpa til með hagstæðum hætti.

Einhvern tímann kemur kannski að því að það myndast sameindir sem hafa þann eiginleika að mynda eins konar afrit af sjálfum sér úr efnunum í súpunni. Afritin mynda síðan ný afrit og svo framvegis: Boltinn heldur áfram að velta. Eftir að þetta byrjar að gerast, getur það haldið áfram endalaust. Svo verða kannski breytingar á sameindunum, sumar í þá átt að nýju sameindirnar verða enn þá varanlegri en hinar. Þeim fjölgar þá örar og þær taka yfirhöndina í súpunni. Þetta kallast þróun og um hana er fjallað í þróunarkenningu Darwins sem er mjög skemmtileg, áhugaverð og skilvirk vísindakenning. Þróunin er einmitt eitt megineinkenni lífsins; um leið og þróun hefst getum við sagt að nú sé líf orðið til!

Þetta er í grófum dráttum ein mynd af því hvernig þetta hefði getað gerst, en við vitum samt ekki nákvæmlega hvað gerðist. Til dæmis getur verið að lífið á jörðinni hafi borist þangað utan úr geimnum en þá getum við auðvitað haldið áfram að spyrja: Hvernig varð það þá til þar? - og þá mundum við líklega svara eitthvað á þá leið sem lýst var hér á undan.

Útgáfudagur

17.3.2004

Spyrjandi

Pedro Hrafn Martinez, f. 1994

Efnisorð

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Af hverju er lífið til?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2004. Sótt 22. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4065.

ÞV. (2004, 17. mars). Af hverju er lífið til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4065

ÞV. „Af hverju er lífið til?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2004. Vefsíða. 22. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4065>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hulda Þórisdóttir

1974

Hulda Þórisdóttir er dósent við Stjórnmálafræðideild HÍ. Rannsóknir hennar eru á þverfaglegu sviði stjórnmálasálfræði þar sem hún notar kenningar og aðferðir úr sálfræði til þess að öðlast skilning á stjórnmálatengdri hegðun, viðhorfum og gildismati.