Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndaðist jörðin?

ÞV

Jörðin varð til á svipaðan hátt og aðrir himinhnettir. Sagan byrjar með því að mikið ský úr gasi og ryki er á sveimi kringum sólina. Þetta ský snýst um miðju sína svipað og loftið í lægðunum í lofthjúpi jarðar snýst um lægðarmiðjuna. Smám saman þéttist skýið í gashnött sem síðan verður að vökva og yfirborð hans storknar að lokum eins og við þekkjum.

Upphaflegi snúningurinn í skýinu varðveitist við þetta allt og verður að lokum að möndulsnúningi jarðarinnar.

Ytri reikistjörnur eins og Júpíter, Satúrnus og Úranus hafa ekki náð að mynda storkna skurn, heldur eru þær allar gerðar úr gasi.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

17.3.2004

Spyrjandi

Halla Marta Árnadóttir, f. 1994
Ásgerður Arnardóttir, f. 1994

Tilvísun

ÞV. „Hvernig myndaðist jörðin?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2004, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4067.

ÞV. (2004, 17. mars). Hvernig myndaðist jörðin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4067

ÞV. „Hvernig myndaðist jörðin?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2004. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4067>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist jörðin?
Jörðin varð til á svipaðan hátt og aðrir himinhnettir. Sagan byrjar með því að mikið ský úr gasi og ryki er á sveimi kringum sólina. Þetta ský snýst um miðju sína svipað og loftið í lægðunum í lofthjúpi jarðar snýst um lægðarmiðjuna. Smám saman þéttist skýið í gashnött sem síðan verður að vökva og yfirborð hans storknar að lokum eins og við þekkjum.

Upphaflegi snúningurinn í skýinu varðveitist við þetta allt og verður að lokum að möndulsnúningi jarðarinnar.

Ytri reikistjörnur eins og Júpíter, Satúrnus og Úranus hafa ekki náð að mynda storkna skurn, heldur eru þær allar gerðar úr gasi....