Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim?

ÞV

Svarið er nei; kraftarnir sem um ræðir eru alltof litlir í þessu tilviki.

Þessar hugmyndir eru til komnar af því að svokallaðir sjávarfallakraftar geta vissulega látið til sín taka í náttúrunni. Þessir kraftar frá sól og tungli valda sjávarföllum og stórstreymi og smástreymi í höfum jarðarinnar eins og við þekkjum. Þeir valda líka nokkurri breytilegri spennu í jarðskorpunni en breytingin er reglubundin og jarðskorpan hefur lagað sig að henni. Í grennd við massamikla hnetti úti í geimnum geta sjávarfallakraftar orðið mjög verulegir. Við svarthol geta þeir til dæmis slitið hluti í sundur.

Reikistjörnur sólkerfisins hafa hins vegar bæði allt of lítinn massa og eru alltof langt í burtu til að valda neinum merkjanlegum sjávarfallakröftum hér á jörðinni. Þegar þær sem eru þyngstar og næstar okkur eru á beinni línu ásamt jörðinni leggjast kraftarnir frá einstökum stjörnum saman og þá ná þessir kraftar hámarki. Það er sjálfsagt fóturinn fyrir hugmyndum um sérstakt umrót þegar þannig stendur á. En þó að þeir séu þá eins miklir og þeir geta orðið, þá eru þeir samt langtum minni en þyrfti til að hafa einhver veruleg áhrif hér á jörðinni.

Sjá einnig svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí n.k? Hverjar verða afleiðingarnar?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Snæbjörn Jörgensen

Tilvísun

ÞV. „Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=407.

ÞV. (2000, 13. maí). Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=407

ÞV. „Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=407>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað til í því að samstaða pláneta á beinni línu geti valdið umróti og jarðskjálftum víða um heim?
Svarið er nei; kraftarnir sem um ræðir eru alltof litlir í þessu tilviki.

Þessar hugmyndir eru til komnar af því að svokallaðir sjávarfallakraftar geta vissulega látið til sín taka í náttúrunni. Þessir kraftar frá sól og tungli valda sjávarföllum og stórstreymi og smástreymi í höfum jarðarinnar eins og við þekkjum. Þeir valda líka nokkurri breytilegri spennu í jarðskorpunni en breytingin er reglubundin og jarðskorpan hefur lagað sig að henni. Í grennd við massamikla hnetti úti í geimnum geta sjávarfallakraftar orðið mjög verulegir. Við svarthol geta þeir til dæmis slitið hluti í sundur.

Reikistjörnur sólkerfisins hafa hins vegar bæði allt of lítinn massa og eru alltof langt í burtu til að valda neinum merkjanlegum sjávarfallakröftum hér á jörðinni. Þegar þær sem eru þyngstar og næstar okkur eru á beinni línu ásamt jörðinni leggjast kraftarnir frá einstökum stjörnum saman og þá ná þessir kraftar hámarki. Það er sjálfsagt fóturinn fyrir hugmyndum um sérstakt umrót þegar þannig stendur á. En þó að þeir séu þá eins miklir og þeir geta orðið, þá eru þeir samt langtum minni en þyrfti til að hafa einhver veruleg áhrif hér á jörðinni.

Sjá einnig svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Verður staða megintungla í sólkerfinu sérstök 5. maí n.k? Hverjar verða afleiðingarnar?...