Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?

Ingvar Árnason og ÞV

Þessi efni eru bæði litlaus gös við öll venjuleg hitastig.

Súrefni þéttist ef það er kælt niður í -183°C og nitur breytist í vökva við -196°C. Fljótandi súrefni er fölblátt að lit. Fljótandi nitur er hins vegar litlaust. Bæði efnin mynda þunnfljótandi vökva.

Súrefni frýs (breytist í storku eða fast efni) við -219°C og nitur við -210°C. Storkið súrefni er fölblátt eins og vökvinn. Storkið nitur er hins vegar snjóhvítt vegna þess að það endurkastar öllu ljósi sem á það fellur eins og snjórinn, samanber svar Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur?

Ástæðan fyrir því að fljótandi og fast súrefni skuli vera blátt er áhugaverð frá sjónarmiði eðlis- og efnafræðinga. Hún er sú að ljóseind á sýnilega sviðinu getur örvað tvær samliggjandi sameindir í þétta efninu í einu. Sú ljósgleypni verður til þess að efnið fær bláan lit. Í gasinu eru sameindirnar að jafnaði hver fyrir sig og því ekki hægt að örva tvær sameindir samtímis með einni ljóseind. Örvun einnar sameindar er hér ekki "leyfð" en ef hún á sér stað, þá er um að ræða ljósgleypni á innrauða sviðinu.

Höfundar

Ingvar Árnason

prófessor emeritus

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Gretar Ríkarðsson, f. 1988

Tilvísun

Ingvar Árnason og ÞV. „Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=408.

Ingvar Árnason og ÞV. (2000, 13. maí). Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=408

Ingvar Árnason og ÞV. „Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=408>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru súrefni og nitur (eða köfnunarefni) á litinn?
Þessi efni eru bæði litlaus gös við öll venjuleg hitastig.

Súrefni þéttist ef það er kælt niður í -183°C og nitur breytist í vökva við -196°C. Fljótandi súrefni er fölblátt að lit. Fljótandi nitur er hins vegar litlaust. Bæði efnin mynda þunnfljótandi vökva.

Súrefni frýs (breytist í storku eða fast efni) við -219°C og nitur við -210°C. Storkið súrefni er fölblátt eins og vökvinn. Storkið nitur er hins vegar snjóhvítt vegna þess að það endurkastar öllu ljósi sem á það fellur eins og snjórinn, samanber svar Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur?

Ástæðan fyrir því að fljótandi og fast súrefni skuli vera blátt er áhugaverð frá sjónarmiði eðlis- og efnafræðinga. Hún er sú að ljóseind á sýnilega sviðinu getur örvað tvær samliggjandi sameindir í þétta efninu í einu. Sú ljósgleypni verður til þess að efnið fær bláan lit. Í gasinu eru sameindirnar að jafnaði hver fyrir sig og því ekki hægt að örva tvær sameindir samtímis með einni ljóseind. Örvun einnar sameindar er hér ekki "leyfð" en ef hún á sér stað, þá er um að ræða ljósgleypni á innrauða sviðinu....