Sólin Sólin Rís 05:12 • sest 21:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:09 • Síðdegis: 20:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:12 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík

Er líf á sólinni?

ÞV

Svarið er nei; það er ekkert líf á sólinni. Til þess liggja margar ástæður sem eru þó ekki með öllu óskyldar.

Veigamesta ástæðan er sú að það er gríðarlega heitt á sólinni. Hitinn í iðrum hennar mælist í milljónum stiga á Selsíus og hitinn við yfirborðið í þúsundum stiga. Í slíkum hita verður allt efni gerólíkt því sem við eigum að venjast. Það myndar svokallað rafgas þar sem frumeindir efnisins hafa rofnað svo að eingöngu eru eftir atómkjarnar og rafeindir. Báðar þessar tegundir einda eru rafhlaðnar og af því dregur rafgasið nafn sitt.

Allt líf sem við þekkjum einkennist hins vegar af því að öreindir efnisins hafa raðað sér saman í atóm eða frumeindir, frumeindirnar síðan í flóknar sameindir, sameindirnar í reglubundnar frumur og svo framvegis. Ef slíkt efni kæmi nálægt sólinni mundu öll efnatengsl í því rofna og eftir stæði bara eins konar súpa úr rafgasi. Þannig mundu allar lífverur leysast upp í kjarna og rafeindir.

Í öllum lífverum sem við þekkjum eru mörg frumefni eins og til dæmis kolefni, súrefni, vetni, nitur (köfnunarefni), kalk og svo framvegis. Á eða í sólinni er hins vegar aðeins að finna tvær tegundir atómkjarna, vetni og helín, sem eru raunar léttustu atómkjarnar lotukerfisins. Þarna eru því ekki fyrir hendi þau frumefni sem þarf til að búa til líf.

Allt líf sem við þekkjum tengist vatni með einhverjum hætti. Í sólinni eða við hana er hins vegar ekkert vatn bæði af því að þar er svo heitt og af því að súrefnið skortir til að mynda vatn.

Því má enn bæta við að efnið við yfirborð sólar, þar sem hitinn er skaplegastur, er afar gisið og létt í sér, til dæmis miklu léttara í sér en loftið kringum okkur hér á jörðinni.

Þannig er útilokað, hvernig sem á það er litið, að líf geti þrifist á sólinni eða í grennd við hana. Af sömu ástæðum getum við ekki heldur vænst þess að finna líf við aðrar sólstjörnur úti í geimnum, enda beinist leitin að lífi úti í geimnum að reikistjörnum sem eru á ferð kringum sólstjörnur.

Skoðið einnig svör við spurningunum:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

24.3.2004

Spyrjandi

Halla Marta Árnadóttir, f. 1994

Tilvísun

ÞV. „Er líf á sólinni?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2004. Sótt 27. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4084.

ÞV. (2004, 24. mars). Er líf á sólinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4084

ÞV. „Er líf á sólinni?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2004. Vefsíða. 27. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4084>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er líf á sólinni?
Svarið er nei; það er ekkert líf á sólinni. Til þess liggja margar ástæður sem eru þó ekki með öllu óskyldar.

Veigamesta ástæðan er sú að það er gríðarlega heitt á sólinni. Hitinn í iðrum hennar mælist í milljónum stiga á Selsíus og hitinn við yfirborðið í þúsundum stiga. Í slíkum hita verður allt efni gerólíkt því sem við eigum að venjast. Það myndar svokallað rafgas þar sem frumeindir efnisins hafa rofnað svo að eingöngu eru eftir atómkjarnar og rafeindir. Báðar þessar tegundir einda eru rafhlaðnar og af því dregur rafgasið nafn sitt.

Allt líf sem við þekkjum einkennist hins vegar af því að öreindir efnisins hafa raðað sér saman í atóm eða frumeindir, frumeindirnar síðan í flóknar sameindir, sameindirnar í reglubundnar frumur og svo framvegis. Ef slíkt efni kæmi nálægt sólinni mundu öll efnatengsl í því rofna og eftir stæði bara eins konar súpa úr rafgasi. Þannig mundu allar lífverur leysast upp í kjarna og rafeindir.

Í öllum lífverum sem við þekkjum eru mörg frumefni eins og til dæmis kolefni, súrefni, vetni, nitur (köfnunarefni), kalk og svo framvegis. Á eða í sólinni er hins vegar aðeins að finna tvær tegundir atómkjarna, vetni og helín, sem eru raunar léttustu atómkjarnar lotukerfisins. Þarna eru því ekki fyrir hendi þau frumefni sem þarf til að búa til líf.

Allt líf sem við þekkjum tengist vatni með einhverjum hætti. Í sólinni eða við hana er hins vegar ekkert vatn bæði af því að þar er svo heitt og af því að súrefnið skortir til að mynda vatn.

Því má enn bæta við að efnið við yfirborð sólar, þar sem hitinn er skaplegastur, er afar gisið og létt í sér, til dæmis miklu léttara í sér en loftið kringum okkur hér á jörðinni.

Þannig er útilokað, hvernig sem á það er litið, að líf geti þrifist á sólinni eða í grennd við hana. Af sömu ástæðum getum við ekki heldur vænst þess að finna líf við aðrar sólstjörnur úti í geimnum, enda beinist leitin að lífi úti í geimnum að reikistjörnum sem eru á ferð kringum sólstjörnur.

Skoðið einnig svör við spurningunum:...