Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Eru geimverur til?

HB og ÞV

Þessu má svara á tvo vegu.

1) Jörðin er í geimnum. Plöntur og dýr, þar á meðal menn, eru lífverur. Þannig má segja að allar lífverur á jörðinni séu geimverur. Ýjað hefur verið að þessu viðhorfi í spurningum á Vísindavefnum.

2) Jarðarbúar hafa ekki fundið sannanir fyrir verum á öðrum plánetum, né hafa menn undir höndum gögn sem sýna fram á að lífverur séu til annars staðar í alheiminum en í sólkerfi okkar. En alheimurinn er firnastór og því getur vel verið að þar hafi einhvers staðar skapast aðstæður fyrir líf og að það hafi myndast á fjölda annarra pláneta sem búa við svipuð skilyrði og jörðin. Hins vegar er þrautin þyngri að finna það og síðan ef til vill að hafa samskipti við það. Til dæmis er víst að við munum ekki geta kannað allan alheiminn að þessu leyti á þeim tíma sem mannkyninu er ætlaður til búsetu á þessari jörð. Þar til við höfum sannanir í höndum munum við þess vegna alltaf geta sagt að vel geti verið að líf sé einhvers staðar utan sólkerfisins.

Sjá rækilegra svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Höfundar

uppeldisfræðingur og heimspekingur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Sveinbjörn Finnsson, Tryggvi Skarphéðinsson, Rannveig Arna

Tilvísun

HB og ÞV. „Eru geimverur til?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=409.

HB og ÞV. (2000, 13. maí). Eru geimverur til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=409

HB og ÞV. „Eru geimverur til?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=409>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru geimverur til?
Þessu má svara á tvo vegu.

1) Jörðin er í geimnum. Plöntur og dýr, þar á meðal menn, eru lífverur. Þannig má segja að allar lífverur á jörðinni séu geimverur. Ýjað hefur verið að þessu viðhorfi í spurningum á Vísindavefnum.

2) Jarðarbúar hafa ekki fundið sannanir fyrir verum á öðrum plánetum, né hafa menn undir höndum gögn sem sýna fram á að lífverur séu til annars staðar í alheiminum en í sólkerfi okkar. En alheimurinn er firnastór og því getur vel verið að þar hafi einhvers staðar skapast aðstæður fyrir líf og að það hafi myndast á fjölda annarra pláneta sem búa við svipuð skilyrði og jörðin. Hins vegar er þrautin þyngri að finna það og síðan ef til vill að hafa samskipti við það. Til dæmis er víst að við munum ekki geta kannað allan alheiminn að þessu leyti á þeim tíma sem mannkyninu er ætlaður til búsetu á þessari jörð. Þar til við höfum sannanir í höndum munum við þess vegna alltaf geta sagt að vel geti verið að líf sé einhvers staðar utan sólkerfisins.

Sjá rækilegra svar Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?...