Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru gíraffar með doppur?

Það er ekki tilviljun ein sem ræður útliti gíraffans heldur hefur það mótast fyrir tilstilli þróunar. Hægt er að lesa um þróun og þróunarkenninguna meðal annars í svari við spurningunni Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?

Útlit gíraffans gagnast honum vel þegar hann leitar að fæðu á hitabeltisgresju og staktrjáasléttum Afríku, þá gegnir það hlutverki eins konar felubúnings.

Um felubúning dýra er hægt að lesa um í svari við spurningunni Af hverju eru sebrahestar og tígrisdýr röndótt?

Rómverjar til forna sýndu stundum gíraffa í hringleikahúsum og þeir nefndu þá Camelopardalis því þeim fannst hálsinn á þeim minn á háls kameldýrsins en blettirnir á hlébarða.

Fræðilega heitið á gíraffa er Giraffa camelopardalis en orðið gíraffi er komið úr arabísku.

Mynd: Hidden Treasure Giraffe

Útgáfudagur

24.3.2004

Spyrjandi

Anna Kristín Shumeeva, f. 1994
Ásdís Kristjánsdóttir, f. 1994

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju eru gíraffar með doppur?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2004. Sótt 20. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4091.

JGÞ. (2004, 24. mars). Af hverju eru gíraffar með doppur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4091

JGÞ. „Af hverju eru gíraffar með doppur?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2004. Vefsíða. 20. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4091>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ingibjörg V. Kaldalóns

1968

Ingibjörg V. Kaldalóns er lektor í uppeldis- og menntunarfræði við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsóknum sínum hefur Ingibjörg einkum beint sjónum að starfsháttum í grunnskólum, velfarnaði nemenda og kennara í skólastarfi og hvernig hagnýta megi rannsóknir jákvæðrar sálfræði í uppeldi og menntastarfi.