Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:59 • Sest 13:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:31 í Reykjavík

Hvernig geta hnettirnir snúist í kringum sólina?

ÞV

Svarið er eiginlega það að þeir geta ekki annað!

Sólkerfið varð til úr gríðarlegu skýi úr gasi og ryki. Í þessu skýi var snúningur sem við köllum hverfiþunga og er svipaður því sem gerist kringum lægðir í lofthjúpnum. Skautadrottning sem snýst um sjálfa sig hefur líka hverfiþunga en hann er margfeldið af massa, snúningshraða og fjarlægð í öðru veldi. Þegar skautadrottningin teygir út hendur og annan fótinn eykst fjarlægðin en hverfiþunginn er varðveittur. Þess vegna verður snúningshraðinn að minnka á móti til að margfeldið breytist ekki. Ef við tökum vel eftir sjáum við að þetta gerist einmitt hjá skautadrottningunni: Þegar hún teygir hendur, fót og bol út frá snúningsásnum hægir á snúningnum en svo snýst hún aftur hraðar þegar hún er lóðrétt og allur massi hennar er nálægt ásnum sem hún snýst um.

Sums staðar á vísindasöfnum eða í eðlisfræðistofum getum við prófað þetta sjálf til dæmis með því að stíga upp á snúningspall með lóð í höndunum og rétta svo hendurnar út eða draga þær að okkur á víxl. Á svona palli komumst við ekki hjá því að snúast samkvæmt þeim hverfiþunga sem við höfum í byrjun, nákvæmlega eins og hnettir sólkerfisins geta ekki losað sig við hverfiþungann sem þeir hafa í brautarhreyfingu sinni kringum sól!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

24.3.2004

Spyrjandi

Ásdís Kristjánsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Hvernig geta hnettirnir snúist í kringum sólina?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2004. Sótt 11. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4092.

ÞV. (2004, 24. mars). Hvernig geta hnettirnir snúist í kringum sólina? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4092

ÞV. „Hvernig geta hnettirnir snúist í kringum sólina?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2004. Vefsíða. 11. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4092>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig geta hnettirnir snúist í kringum sólina?
Svarið er eiginlega það að þeir geta ekki annað!

Sólkerfið varð til úr gríðarlegu skýi úr gasi og ryki. Í þessu skýi var snúningur sem við köllum hverfiþunga og er svipaður því sem gerist kringum lægðir í lofthjúpnum. Skautadrottning sem snýst um sjálfa sig hefur líka hverfiþunga en hann er margfeldið af massa, snúningshraða og fjarlægð í öðru veldi. Þegar skautadrottningin teygir út hendur og annan fótinn eykst fjarlægðin en hverfiþunginn er varðveittur. Þess vegna verður snúningshraðinn að minnka á móti til að margfeldið breytist ekki. Ef við tökum vel eftir sjáum við að þetta gerist einmitt hjá skautadrottningunni: Þegar hún teygir hendur, fót og bol út frá snúningsásnum hægir á snúningnum en svo snýst hún aftur hraðar þegar hún er lóðrétt og allur massi hennar er nálægt ásnum sem hún snýst um.

Sums staðar á vísindasöfnum eða í eðlisfræðistofum getum við prófað þetta sjálf til dæmis með því að stíga upp á snúningspall með lóð í höndunum og rétta svo hendurnar út eða draga þær að okkur á víxl. Á svona palli komumst við ekki hjá því að snúast samkvæmt þeim hverfiþunga sem við höfum í byrjun, nákvæmlega eins og hnettir sólkerfisins geta ekki losað sig við hverfiþungann sem þeir hafa í brautarhreyfingu sinni kringum sól!...