Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Lendir einhvern tímann loftsteinn á jörðinni?

Svarið er í stuttu máli það að margir loftsteinar hafa lent á jörðinni og engin ástæða er til að ætla annað en þeir haldi því áfram.Þann 9. október 1992 lenti 12 kg loftsteinn á skottinu á þessum bíl. Á Veraldarvefnum er hægt að lesa meira um Peekskill-loftsteininn á síðunni Peekskill Meteorite Car.

En loftsteinar eru afar misjafnir að stærð, allt frá smáhnullungum upp í heil fjöll. Þannig er til dæmis talið að gríðarstór loftsteinn hafi lent á jörðinni fyrir um það bil 65 milljónum ára og átt að minnsta kosti talsverðan þátt í því að risaeðlurnar dóu út.

En þar með er ekki sagt að við þurfum að hafa áhyggjur af því að svo stór loftsteinn skelli á jörðinni á morgun. Óratími er liðinn síðan þetta gerðist og má hafa til samanburðar að maðurinn er aðeins talinn hafa verið til í 1-2 milljónir ára.

Mynd: Peekskill Meteorite Car

Útgáfudagur

24.3.2004

Spyrjandi

Snæfríður Jónsdóttir, f. 1994

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Lendir einhvern tímann loftsteinn á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2004. Sótt 18. janúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4093.

ÞV. (2004, 24. mars). Lendir einhvern tímann loftsteinn á jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4093

ÞV. „Lendir einhvern tímann loftsteinn á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2004. Vefsíða. 18. jan. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4093>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Áslaug Helgadóttir

1953

Áslaug Helgadóttir er prófessor emeritus í jarðrækt og plöntukynbótum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meginviðfangsefni Áslaugar hafa verið ræktun og kynbætur fóðurjurta fyrir íslenskan landbúnað.