Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Verður jörðin einhver tímann útdauð?

ÞV

Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það almennilega.

Svo er hitt annað mál, hvort nokkurt líf verður á jörðinni þegar þetta gerist. Margt getur orðið til þess að lífið hér á jörð deyi út á svona firna löngum tíma, til dæmis ýmiss konar ytri áhrif eins og stórir loftsteinar sem rekast á jörðina. Einnig gætu meiri háttar eldgosahrinur eða aðrar náttúruhamfarir haft sömu áhrif. Sömuleiðis telja margir að lífið á jörðinni muni kannski tortíma sjálfu sér.

Svo getur líka verið að lífið á jörðinni hafi komið sér fyrir annars staðar í geimnum áður en að þessu kemur. Slíkt verður þó afar erfitt vegna þess að lífvænlegar reikistjörnur úti í geimnum eru geysilega langt í burtu frá okkur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

24.3.2004

Spyrjandi

Katrín Júníana Lárusdóttir

Tilvísun

ÞV. „Verður jörðin einhver tímann útdauð?“ Vísindavefurinn, 24. mars 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4094.

ÞV. (2004, 24. mars). Verður jörðin einhver tímann útdauð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4094

ÞV. „Verður jörðin einhver tímann útdauð?“ Vísindavefurinn. 24. mar. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4094>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Verður jörðin einhver tímann útdauð?
Svarið er já; jörðin á eftir að eyðast endanlega þegar sólin þenst út og gleypir hana. Þetta gerist þó ekki í bráð heldur er talið að það verði eftir um það bil 8 milljarða ára. Það er gríðarlega langur tími, lengri en aldur jarðarinnar núna (4,6 milljarðar ára), og miklu lengri en svo að við getum skilið það almennilega.

Svo er hitt annað mál, hvort nokkurt líf verður á jörðinni þegar þetta gerist. Margt getur orðið til þess að lífið hér á jörð deyi út á svona firna löngum tíma, til dæmis ýmiss konar ytri áhrif eins og stórir loftsteinar sem rekast á jörðina. Einnig gætu meiri háttar eldgosahrinur eða aðrar náttúruhamfarir haft sömu áhrif. Sömuleiðis telja margir að lífið á jörðinni muni kannski tortíma sjálfu sér.

Svo getur líka verið að lífið á jörðinni hafi komið sér fyrir annars staðar í geimnum áður en að þessu kemur. Slíkt verður þó afar erfitt vegna þess að lífvænlegar reikistjörnur úti í geimnum eru geysilega langt í burtu frá okkur. ...