Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum?

ÞV

Spyrjandi á varla við það að við fáum svörin á þessum vísindavef, því að upphaflega voru hér engin svör! Líklega er átt við það að við fáum svörin á Veraldarvefnum og það er rétt í sumum tilvikum.

Stundum veit höfundur svars strax hvert svarið við spurningunni er og þarf ekki annað en að skrifa það niður og slípa það til með tilliti til málfars og framsetningar. Oftast þarf hann þó eitthvað að rifja upp í bókum eða ritum og ef til vill bera sig saman við starfssystkin. Einnig getur hann þurft að afla sér vitneskju sem hann hefur aldrei kynnt sér áður. Og hann getur líka þurft að hugleiða efnið, meðal annars með tilliti til skýrleika svarsins og samhengis.

Nú á dögum er sem kunnugt er um margar leiðir að velja til að afla sér upplýsinga. Hinar hefðbundnu heimildir eru kennslubækur og aðrar fræðibækur, handbækur og tímarit. Íslendingar hafa löngum búið illa með slíkt vegna lítilla fjárveitinga til fræðilegra bókasafna. Hins vegar er núna líka hægt að fara á veraldarvefinn og athuga fjölmörg vefsetur þar sem gögnum og upplýsingum hefur verið safnað saman í einn stað. Höfundar svara notfæra sér oft þessa leið svo sem sjá má merki um í tilvísunum þegar svo ber undir.

Meðal annars eru á veraldarvefnum nokkrir spurningabankar svipaðir þessum, og við notum þá dálítið þegar við semjum svör. Ýmsir þeirra eru nefndir á tenglasíðu Vísindavefsins.

Sjá einnig svar ÞV við spurningunni Hvernig vitið þið svona mikið?

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Harpa Rún Eysteinsdóttir, f. 1988

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=410.

ÞV. (2000, 13. maí). Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=410

ÞV. „Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=410>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum?
Spyrjandi á varla við það að við fáum svörin á þessum vísindavef, því að upphaflega voru hér engin svör! Líklega er átt við það að við fáum svörin á Veraldarvefnum og það er rétt í sumum tilvikum.

Stundum veit höfundur svars strax hvert svarið við spurningunni er og þarf ekki annað en að skrifa það niður og slípa það til með tilliti til málfars og framsetningar. Oftast þarf hann þó eitthvað að rifja upp í bókum eða ritum og ef til vill bera sig saman við starfssystkin. Einnig getur hann þurft að afla sér vitneskju sem hann hefur aldrei kynnt sér áður. Og hann getur líka þurft að hugleiða efnið, meðal annars með tilliti til skýrleika svarsins og samhengis.

Nú á dögum er sem kunnugt er um margar leiðir að velja til að afla sér upplýsinga. Hinar hefðbundnu heimildir eru kennslubækur og aðrar fræðibækur, handbækur og tímarit. Íslendingar hafa löngum búið illa með slíkt vegna lítilla fjárveitinga til fræðilegra bókasafna. Hins vegar er núna líka hægt að fara á veraldarvefinn og athuga fjölmörg vefsetur þar sem gögnum og upplýsingum hefur verið safnað saman í einn stað. Höfundar svara notfæra sér oft þessa leið svo sem sjá má merki um í tilvísunum þegar svo ber undir.

Meðal annars eru á veraldarvefnum nokkrir spurningabankar svipaðir þessum, og við notum þá dálítið þegar við semjum svör. Ýmsir þeirra eru nefndir á tenglasíðu Vísindavefsins.

Sjá einnig svar ÞV við spurningunni Hvernig vitið þið svona mikið?

...