Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaðan kemur rekaviðurinn sem finnst við strendur Íslands?

JMH

Rekaviðurinn sem berst til Íslands kemur frá skógum Síberíu. Þar er stundað skógarhögg og timbrinu er fleytt niður stórfljótin Ob, Jenisej, Katöngu og Lenu í sögunarmyllur.



Rekaviður á Ströndum.

Suma drumbana rekur á haf út þar sem norðaustlægir hafstraumar bera þá að íshellu norðurpólsins. Þar fara drumbarnir hringinn í kringum pólinn og eitthvað af timbrinu berst síðan til Íslands með Austur-Grænlandsstraumnum.

Rannsóknir frá árinu 1971 sýndu að rekaviðurinn berst um 400–1.000 km á ári og það tekur drumbana um 4 til 5 ár að reka frá fljótum Síberíu til Íslandsstranda.

Mynd: www.vestfirdir.is

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.3.2004

Spyrjandi

Karl Gíslason

Tilvísun

JMH. „Hvaðan kemur rekaviðurinn sem finnst við strendur Íslands?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4102.

JMH. (2004, 29. mars). Hvaðan kemur rekaviðurinn sem finnst við strendur Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4102

JMH. „Hvaðan kemur rekaviðurinn sem finnst við strendur Íslands?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4102>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur rekaviðurinn sem finnst við strendur Íslands?
Rekaviðurinn sem berst til Íslands kemur frá skógum Síberíu. Þar er stundað skógarhögg og timbrinu er fleytt niður stórfljótin Ob, Jenisej, Katöngu og Lenu í sögunarmyllur.



Rekaviður á Ströndum.

Suma drumbana rekur á haf út þar sem norðaustlægir hafstraumar bera þá að íshellu norðurpólsins. Þar fara drumbarnir hringinn í kringum pólinn og eitthvað af timbrinu berst síðan til Íslands með Austur-Grænlandsstraumnum.

Rannsóknir frá árinu 1971 sýndu að rekaviðurinn berst um 400–1.000 km á ári og það tekur drumbana um 4 til 5 ár að reka frá fljótum Síberíu til Íslandsstranda.

Mynd: www.vestfirdir.is

...