Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Var tunglið einhvern tíma partur af jörðinni?

JGÞ

Nokkrar kenningar eru til um uppruna tunglsins og ein þeirra nefnist klofningskenning. Samkvæmt henni á jörðin að hafa snúist einu sinni það hratt að hluti af henni losnaði og myndaði tunglið.

Í dag er talið útilokað að þetta hafi átt sér stað. Ef hnöttur snýst það hratt að hann klofnar er útilokað að annar hlutinn fari á braut um hinn. Það sem gerist er að báðir hlutarnir losna úr þyngdarsviði hvor annars.

Hægt er að lesa um myndun tunglsins í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig varð tunglið til?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

31.3.2004

Spyrjandi

Jón Reynir, f. 1992

Tilvísun

JGÞ. „Var tunglið einhvern tíma partur af jörðinni?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2004. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4116.

JGÞ. (2004, 31. mars). Var tunglið einhvern tíma partur af jörðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4116

JGÞ. „Var tunglið einhvern tíma partur af jörðinni?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2004. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4116>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var tunglið einhvern tíma partur af jörðinni?
Nokkrar kenningar eru til um uppruna tunglsins og ein þeirra nefnist klofningskenning. Samkvæmt henni á jörðin að hafa snúist einu sinni það hratt að hluti af henni losnaði og myndaði tunglið.

Í dag er talið útilokað að þetta hafi átt sér stað. Ef hnöttur snýst það hratt að hann klofnar er útilokað að annar hlutinn fari á braut um hinn. Það sem gerist er að báðir hlutarnir losna úr þyngdarsviði hvor annars.

Hægt er að lesa um myndun tunglsins í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig varð tunglið til?...