Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?

ÞV

Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður en algengast er að þetta stafi af því að það sé of heitt á yfirborði reikistjörnunnar eða plánetunnar. Hiti í gasi eða lofti er í rauninni hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar losna einfaldlega frá yfirborði hnattarins og rjúka "út í buskann" (það er að segja út í geiminn). Þetta á til dæmis við um reikistjörnuna Merkúríus í okkar sólkerfi. Hann er einmitt næstur sól af reikistjörnunum og þar er því hitinn mestur. Auk þess er hann raunar frekar lítill þannig að þyngdarkraftur frá honum við yfirborð er tiltölulega veikur og heldur ekki sameindum loftsins vel að yfirborðinu.

Þessi rök smæðarinnar eiga líka við um tunglið okkar. Það er frekar lítið, til dæmis miðað við jörðina, og hefur því einfaldlega misst lofthjúpinn sem það kann að hafa haft í upphafi. Nágranninn, jörðin, hefur líka ef til vill átt sinn þátt í að slíta sameindir loftsins frá tunglinu.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

31.3.2004

Spyrjandi

Særún Rafnsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2004. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4120.

ÞV. (2004, 31. mars). Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4120

ÞV. „Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2004. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4120>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er ekki lofthjúpur utan um allar plánetur?
Fyrir þessu geta verið ýmsar ástæður en algengast er að þetta stafi af því að það sé of heitt á yfirborði reikistjörnunnar eða plánetunnar. Hiti í gasi eða lofti er í rauninni hreyfing sameindanna. Ef hitinn er mikill getur hreyfingin orðið svo ör að allar sameindirnar losna einfaldlega frá yfirborði hnattarins og rjúka "út í buskann" (það er að segja út í geiminn). Þetta á til dæmis við um reikistjörnuna Merkúríus í okkar sólkerfi. Hann er einmitt næstur sól af reikistjörnunum og þar er því hitinn mestur. Auk þess er hann raunar frekar lítill þannig að þyngdarkraftur frá honum við yfirborð er tiltölulega veikur og heldur ekki sameindum loftsins vel að yfirborðinu.

Þessi rök smæðarinnar eiga líka við um tunglið okkar. Það er frekar lítið, til dæmis miðað við jörðina, og hefur því einfaldlega misst lofthjúpinn sem það kann að hafa haft í upphafi. Nágranninn, jörðin, hefur líka ef til vill átt sinn þátt í að slíta sameindir loftsins frá tunglinu....