Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir

Kólfsveppir (Basidiomycota) eru ein fjögurra fylkinga sveppa sem tilheyra svepparíkinu (Fungi). Hinar fylkingarnar eru kytrusveppir (Chytridiomycota), oksveppir (Zygomycota) og asksveppir (Ascomycota). Að auki eru vankynssveppir (anamorphic eða mitosporic fungi) en þeir mynda gró með venjulegri skiptingu en ekki rýriskiptingu (þ.e. kynlaus æxlun) þótt þeir séu í raun asksveppir eða kólfsveppir. Sveppir í ríki frumdýra eru til dæmis slímsveppir (Myxomycota) og í ríki Chromista (en í því eru brúnir og gulgrænir þörungar áberandi) eru eggsveppir (Oomycota).

Í 9. útgáfu uppsláttarritsins Dictionary of the fungi sem út kom árið 2001 eru taldar um 80.000 tegundir sveppa í heiminum. Þar af eru tæplega 2000 tegundir sem ekki tilheyra sjálfu svepparíkinu. Af þessum 80.000 tegundum voru 29.914 taldar tilheyra fylkingu kólfsveppa.

Ef litið er nánar á flokkunarfræðina þá skiptist fylking kólfsveppa í þrjá flokka, en það eru kólfsveppaflokkur (20.391 tegundir), ryðsveppaflokkur (8059 tegundir) og sótsveppaflokkur (1464 tegundir). Alls telja þessir þrír flokkar 33 ættbálka sem greinast í 130 ættir, 1353 ættkvíslir og 29.914 tegundir.

Nú hafa verið skráðar nálægt 2000 tegundir sveppa á Íslandi auk 710 tegunda fléttna sem líka eru sveppir. Þar af eru 660 tegundir kólfsveppa, sem skiptast í 75 ryðsveppi, 36 sótsveppi og 550 tegundir sem tilheyra flokki kólfsveppa. Það skal tekið fram að þetta eru ekki nákvæmar tölur og þær eiga eftir að breytast þegar sveppaflóra Íslands verður könnuð nánar.Armilariella mellea

Kólfsveppir draga nafn sitt af frumunni sem rýriskipting fer fram í og gró (oftast 4) sem þá myndast sitja á, hvert á sinni totu. Þessi fruma er oftast nokkuð kylfulaga og hefur á íslensku fengið nafnið kólfur en á ensku basidium. Sveppirnir hafa því fengið íslenska nafnið kólfsveppir en á ensku og fræðimáli kallast fylkingin Basidiomycota og kólfsveppaflokkurinn Basidiomycetes.

Önnur einkenni kólfsveppa eru að sveppþræðir margra þeirra hafa sylgjur (e. clamp connections) við þverveggina auk þess sem þverveggir kólfsveppa hafa sérstakan umbúnað um gatið sem er í þeim miðjum. Veggir þráðanna eru gerðir úr tveimur lögum en sú lagskipting sést aðeins í rafeindasmásjá.

Hattsveppir er sá hópur kólfsveppa sem flestir eiga við þegar þeir tala um sveppi almennt. Sem dæmi má nefna Agaricus bisporus eða matkemping sem ræktaður er til manneldis. Hann vex í forunninni blöndu af hálmi og skít og er til sölu í flestum matvöruverslunum. Pípusveppurinn Leccinum scabrum eða kúalubbi vex vafinn utan um rótarenda birkis og fær næringu frá trénu sem hann myndar svepprót með. Hlaupsveppurinn Exidia repanda eða birkibólstur vex á dauðum greinum birkis og lítur út eins og ofsoðin rúsína þegar hann er blautur en sem svört skán í þurrki. Myndir og upplýsingar um þó nokkuð af íslenskum sveppum er að finna á www.floraislands.is.

Það sem sést af sveppnum þegar hann sprettur upp úr jörðinni eða út úr fúadrumbi er aðeins aldinið. Hlutverk þess er að mynda, hlífa og að lokum dreifa gróunum sem myndast á kólfunum. Aldin hattsvepps er stafur sem ber uppi hatt sem minnir á regnhlíf. Í skjóli neðan á hattinum, frá staf og út að hattbarði, liggja fanir eða gróblöð þaktar kólfum í þéttu lagi sem allir vísa framendanum út í bilið á milli fananna.

Lífsferill kólfsveppa er í megindráttum þannig að í kólfinum renna saman tveir kjarnar, sinn af hvorri æxlunargerð. Þeir verða að tvílitna kjarna sem skiptist með rýriskiptingu þannig að úr verða fjórir einlitna kjarnar. Kjarnarnir skríða fremst í kólfinn og fer hver kjarni fremst í totu sem sprettur fram úr kólfinum en þar myndast um hann kúla. Með því að smella hér má sjá hreyfiskýringarmynd sem sýnir þetta gerast.Lífsferill sveppa

Utan um kjarnann og nesti hans myndast veggur og göngin úr kólfi í gró lokast. Síðan er gróinu skotið af totu sinni út í mitt bilið á milli fananna. Gróið fellur svo í fríu falli niður úr sveppnum og fýkur síðan út í veður og vind. Þótt sum gróin falli í grýtta jörð og nái því ekki að spíra, mynda sveppir yfirleitt það mikið af gróum að líkur eru á að einhver þeirra falli á stað sem hentar þeim. Þegar gróin spíra þenjast þau út, veggurinn rofnar og út kemur endinn á fyrsta einlitna sveppþræðinum af annarri æxlunargerð tegundarinnar.

Ef sagan á að enda vel þarf þessi ungi sveppþráður að hitta fyrir samsvarandi sveppþráð af gagnstæðri æxlunargerð og renna saman við hann. Þegar það gerist myndast tvíkjarna sveppþræðir þar sem í hverri frumu þeirra er einn kjarni af hvorri æxlunargerð. Þannig sveppþræðir geta síðan vaxið og sveppurinn stækkað með því að út vaxa greinar sem síðan greinast áfram.Sveppþræðir að vaxa út úr gróum

Þræðirnir vaxa inn í æti sitt og sjúga næringu inn um veggi þráðanna. Þegar næg orka er til staðar og aðstæður réttar mynda þeir aldin sem er ofið úr tvíkjarna sveppþráðum alveg þar til kemur að kólfunum þar sem kynæxlun og blöndun gena fer fram með rýriskiptingu. Þar með er hringnum lokað.

Með því að smella hér má komast á síðu þar sem er að finna skýringarmyndir og ýmsar upplýsingar um sveppi settar fram á einfaldan hátt. Einnig má benda á sveppasíðu fyrir börn þar sem meðal annars má sjá matkemping stækka.

Myndir:

Höfundur

sveppafræðingur, Náttúrufræðistofnun, Akureyrarsetri

Útgáfudagur

1.4.2004

Spyrjandi

Soffía Bæringsdóttir

Tilvísun

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. „Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2004. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4125.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. (2004, 1. apríl). Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4125

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir. „Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2004. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4125>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra?
Kólfsveppir (Basidiomycota) eru ein fjögurra fylkinga sveppa sem tilheyra svepparíkinu (Fungi). Hinar fylkingarnar eru kytrusveppir (Chytridiomycota), oksveppir (Zygomycota) og asksveppir (Ascomycota). Að auki eru vankynssveppir (anamorphic eða mitosporic fungi) en þeir mynda gró með venjulegri skiptingu en ekki rýriskiptingu (þ.e. kynlaus æxlun) þótt þeir séu í raun asksveppir eða kólfsveppir. Sveppir í ríki frumdýra eru til dæmis slímsveppir (Myxomycota) og í ríki Chromista (en í því eru brúnir og gulgrænir þörungar áberandi) eru eggsveppir (Oomycota).

Í 9. útgáfu uppsláttarritsins Dictionary of the fungi sem út kom árið 2001 eru taldar um 80.000 tegundir sveppa í heiminum. Þar af eru tæplega 2000 tegundir sem ekki tilheyra sjálfu svepparíkinu. Af þessum 80.000 tegundum voru 29.914 taldar tilheyra fylkingu kólfsveppa.

Ef litið er nánar á flokkunarfræðina þá skiptist fylking kólfsveppa í þrjá flokka, en það eru kólfsveppaflokkur (20.391 tegundir), ryðsveppaflokkur (8059 tegundir) og sótsveppaflokkur (1464 tegundir). Alls telja þessir þrír flokkar 33 ættbálka sem greinast í 130 ættir, 1353 ættkvíslir og 29.914 tegundir.

Nú hafa verið skráðar nálægt 2000 tegundir sveppa á Íslandi auk 710 tegunda fléttna sem líka eru sveppir. Þar af eru 660 tegundir kólfsveppa, sem skiptast í 75 ryðsveppi, 36 sótsveppi og 550 tegundir sem tilheyra flokki kólfsveppa. Það skal tekið fram að þetta eru ekki nákvæmar tölur og þær eiga eftir að breytast þegar sveppaflóra Íslands verður könnuð nánar.Armilariella mellea

Kólfsveppir draga nafn sitt af frumunni sem rýriskipting fer fram í og gró (oftast 4) sem þá myndast sitja á, hvert á sinni totu. Þessi fruma er oftast nokkuð kylfulaga og hefur á íslensku fengið nafnið kólfur en á ensku basidium. Sveppirnir hafa því fengið íslenska nafnið kólfsveppir en á ensku og fræðimáli kallast fylkingin Basidiomycota og kólfsveppaflokkurinn Basidiomycetes.

Önnur einkenni kólfsveppa eru að sveppþræðir margra þeirra hafa sylgjur (e. clamp connections) við þverveggina auk þess sem þverveggir kólfsveppa hafa sérstakan umbúnað um gatið sem er í þeim miðjum. Veggir þráðanna eru gerðir úr tveimur lögum en sú lagskipting sést aðeins í rafeindasmásjá.

Hattsveppir er sá hópur kólfsveppa sem flestir eiga við þegar þeir tala um sveppi almennt. Sem dæmi má nefna Agaricus bisporus eða matkemping sem ræktaður er til manneldis. Hann vex í forunninni blöndu af hálmi og skít og er til sölu í flestum matvöruverslunum. Pípusveppurinn Leccinum scabrum eða kúalubbi vex vafinn utan um rótarenda birkis og fær næringu frá trénu sem hann myndar svepprót með. Hlaupsveppurinn Exidia repanda eða birkibólstur vex á dauðum greinum birkis og lítur út eins og ofsoðin rúsína þegar hann er blautur en sem svört skán í þurrki. Myndir og upplýsingar um þó nokkuð af íslenskum sveppum er að finna á www.floraislands.is.

Það sem sést af sveppnum þegar hann sprettur upp úr jörðinni eða út úr fúadrumbi er aðeins aldinið. Hlutverk þess er að mynda, hlífa og að lokum dreifa gróunum sem myndast á kólfunum. Aldin hattsvepps er stafur sem ber uppi hatt sem minnir á regnhlíf. Í skjóli neðan á hattinum, frá staf og út að hattbarði, liggja fanir eða gróblöð þaktar kólfum í þéttu lagi sem allir vísa framendanum út í bilið á milli fananna.

Lífsferill kólfsveppa er í megindráttum þannig að í kólfinum renna saman tveir kjarnar, sinn af hvorri æxlunargerð. Þeir verða að tvílitna kjarna sem skiptist með rýriskiptingu þannig að úr verða fjórir einlitna kjarnar. Kjarnarnir skríða fremst í kólfinn og fer hver kjarni fremst í totu sem sprettur fram úr kólfinum en þar myndast um hann kúla. Með því að smella hér má sjá hreyfiskýringarmynd sem sýnir þetta gerast.Lífsferill sveppa

Utan um kjarnann og nesti hans myndast veggur og göngin úr kólfi í gró lokast. Síðan er gróinu skotið af totu sinni út í mitt bilið á milli fananna. Gróið fellur svo í fríu falli niður úr sveppnum og fýkur síðan út í veður og vind. Þótt sum gróin falli í grýtta jörð og nái því ekki að spíra, mynda sveppir yfirleitt það mikið af gróum að líkur eru á að einhver þeirra falli á stað sem hentar þeim. Þegar gróin spíra þenjast þau út, veggurinn rofnar og út kemur endinn á fyrsta einlitna sveppþræðinum af annarri æxlunargerð tegundarinnar.

Ef sagan á að enda vel þarf þessi ungi sveppþráður að hitta fyrir samsvarandi sveppþráð af gagnstæðri æxlunargerð og renna saman við hann. Þegar það gerist myndast tvíkjarna sveppþræðir þar sem í hverri frumu þeirra er einn kjarni af hvorri æxlunargerð. Þannig sveppþræðir geta síðan vaxið og sveppurinn stækkað með því að út vaxa greinar sem síðan greinast áfram.Sveppþræðir að vaxa út úr gróum

Þræðirnir vaxa inn í æti sitt og sjúga næringu inn um veggi þráðanna. Þegar næg orka er til staðar og aðstæður réttar mynda þeir aldin sem er ofið úr tvíkjarna sveppþráðum alveg þar til kemur að kólfunum þar sem kynæxlun og blöndun gena fer fram með rýriskiptingu. Þar með er hringnum lokað.

Með því að smella hér má komast á síðu þar sem er að finna skýringarmyndir og ýmsar upplýsingar um sveppi settar fram á einfaldan hátt. Einnig má benda á sveppasíðu fyrir börn þar sem meðal annars má sjá matkemping stækka.

Myndir:...