Í sögum Tolkiens er að finna tvö álfamál, annars vegar Quenya sem þýðir einfaldlega mál á álfamálinu og hins vegar Sindarin. Á Veraldarvefnum má víða finna orðalista úr málunum, til dæmis hér fyrir Quenya og hér fyrir Sindarin.
Samkvæmt síðunni I Love You hljóma orðin ‘ég elska þig’ svona á Quenya: Tye-mela'ne. Þeir sem tala Sindarin segja sömu orð svona: Melin le og ef þeir segjast ætla að elska einhvern að eilífu hljómar það svona: Melithon le anuir.Quenya er einnig nefnt háálfamál eða Eldarin og það er orðið frekar sjaldgæft á þeim tíma sem Hringadróttinssaga gerist. Sindarin er einnig nefnt gráálfamál og það er yngra en Quenya. Heimildir og mynd:
- Er til svokallað álfamál? eftir Ármann Jakobsson.
- The Lord of the Rings
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.