Sólin Sólin Rís 10:55 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:21 • Sest 14:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:08 • Síðdegis: 24:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 18:36 í Reykjavík

Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli?

Þorkell Viktor Þorsteinsson

Í sögum Tolkiens er að finna tvö álfamál, annars vegar Quenya sem þýðir einfaldlega mál á álfamálinu og hins vegar Sindarin. Á Veraldarvefnum má víða finna orðalista úr málunum, til dæmis hér fyrir Quenya og hér fyrir Sindarin.

Samkvæmt síðunni I Love You hljóma orðin ‘ég elska þig’ svona á Quenya: Tye-mela'ne. Þeir sem tala Sindarin segja sömu orð svona: Melin le og ef þeir segjast ætla að elska einhvern að eilífu hljómar það svona: Melithon le anuir.

Quenya er einnig nefnt háálfamál eða Eldarin og það er orðið frekar sjaldgæft á þeim tíma sem Hringadróttinssaga gerist. Sindarin er einnig nefnt gráálfamál og það er yngra en Quenya.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundur

nemandi í Laugarnesskóla

Útgáfudagur

6.4.2004

Spyrjandi

Fríða Ragna, f. 1986

Tilvísun

Þorkell Viktor Þorsteinsson. „Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli?“ Vísindavefurinn, 6. apríl 2004. Sótt 5. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4129.

Þorkell Viktor Þorsteinsson. (2004, 6. apríl). Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4129

Þorkell Viktor Þorsteinsson. „Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli?“ Vísindavefurinn. 6. apr. 2004. Vefsíða. 5. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4129>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig segir maður 'ég elska þig' á álfamáli?
Í sögum Tolkiens er að finna tvö álfamál, annars vegar Quenya sem þýðir einfaldlega mál á álfamálinu og hins vegar Sindarin. Á Veraldarvefnum má víða finna orðalista úr málunum, til dæmis hér fyrir Quenya og hér fyrir Sindarin.

Samkvæmt síðunni I Love You hljóma orðin ‘ég elska þig’ svona á Quenya: Tye-mela'ne. Þeir sem tala Sindarin segja sömu orð svona: Melin le og ef þeir segjast ætla að elska einhvern að eilífu hljómar það svona: Melithon le anuir.

Quenya er einnig nefnt háálfamál eða Eldarin og það er orðið frekar sjaldgæft á þeim tíma sem Hringadróttinssaga gerist. Sindarin er einnig nefnt gráálfamál og það er yngra en Quenya.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....