Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 16:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:57 • Sest 12:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:06 • Síðdegis: 21:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:56 • Síðdegis: 15:26 í Reykjavík

Hvað er mannfákur?

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall og Jónatan Pétur Pétursson

Mannfákur er goðsagnaskepna sem einnig er nefnd kentár. Kentárar eru menn að ofan en hestar að neðan eins og sést hér á myndinni. Grikkir til forna töldu þá búa í Norður-Grikklandi. Sumir kentáranna voru líka kennarar, eins og til dæmis Kíron sem átti að hafa kennt kappanum Akkilesi.

Til er fræg saga af kentárnum Nessusi, kappanum Herkúlesi og konu hans Deianöru. Eitt sinn á heimleið komu hjónin að stórri á og Nessus bauðst til að ferja Deianöru yfir. Herkúles synti fyrstur yfir en heyrði konu sína hrópa á hjálp því að Nessus ætlaði að nauðga henni. Þá skaut Herkúles eitraðri ör í hjarta kentársins.

Í dauðateygjunum sagði Nessus Deianöru að blóðið sem rynni úr sári sínu væri þeim eiginleikum gætt að geta endurnýjað ást hjónanna að eilífu. Nokkru síðar þegar Herkúles hafði leyst allar þrautir sínar frétti Deianara að hann væri ástfanginn af annarri konu. Þá sendi hún honum yfirhöfn vætta í blóði kentársins. Herkúles klæddist henni og lét þá nærri því lífið en guðirnir komu honum til bjargar og leyfðu honum að lifa að eilífu á Ólympusfjalli.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

BA-nemi í stjórnmálafræði og áður nemandi í Engjaskóla

nemandi í Breiðagerðisskóla

Útgáfudagur

13.4.2004

Spyrjandi

Ingibjörg Daníelsdóttir

Tilvísun

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall og Jónatan Pétur Pétursson. „Hvað er mannfákur?“ Vísindavefurinn, 13. apríl 2004. Sótt 22. janúar 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4133.

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall og Jónatan Pétur Pétursson. (2004, 13. apríl). Hvað er mannfákur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4133

Jóhann Bjarki Arnarsson Hall og Jónatan Pétur Pétursson. „Hvað er mannfákur?“ Vísindavefurinn. 13. apr. 2004. Vefsíða. 22. jan. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4133>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er mannfákur?
Mannfákur er goðsagnaskepna sem einnig er nefnd kentár. Kentárar eru menn að ofan en hestar að neðan eins og sést hér á myndinni. Grikkir til forna töldu þá búa í Norður-Grikklandi. Sumir kentáranna voru líka kennarar, eins og til dæmis Kíron sem átti að hafa kennt kappanum Akkilesi.

Til er fræg saga af kentárnum Nessusi, kappanum Herkúlesi og konu hans Deianöru. Eitt sinn á heimleið komu hjónin að stórri á og Nessus bauðst til að ferja Deianöru yfir. Herkúles synti fyrstur yfir en heyrði konu sína hrópa á hjálp því að Nessus ætlaði að nauðga henni. Þá skaut Herkúles eitraðri ör í hjarta kentársins.

Í dauðateygjunum sagði Nessus Deianöru að blóðið sem rynni úr sári sínu væri þeim eiginleikum gætt að geta endurnýjað ást hjónanna að eilífu. Nokkru síðar þegar Herkúles hafði leyst allar þrautir sínar frétti Deianara að hann væri ástfanginn af annarri konu. Þá sendi hún honum yfirhöfn vætta í blóði kentársins. Herkúles klæddist henni og lét þá nærri því lífið en guðirnir komu honum til bjargar og leyfðu honum að lifa að eilífu á Ólympusfjalli.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna....