Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er munurinn á kanó og kajak?

Jón Már Halldórsson

Talsverður munur er á þessum bátum. Kajakar hafa lokað dekk með gati fyrir ræðarann og oftast eru tvö göt sitt hvoru megin við hann fyrir farangur. Þessi hönnun gerir ræðaranum kleift að hvolfa bátnum og rétta sig af, með svonefndri eskimóaveltu.



Sjókajakar.

Kanóar eru opnir bátar, talsvert hærri og hafa uppbeygt stefni og bakstefni. Þar geta fleiri en einn verið um borð en í kajak er yfirleitt bara einn ræðari þó til séu tveggja manna för. Árarnar eru einnig ólíkar: kajak er róið með tveggja spaða ár en í kanóum hefur árin einn spaða.

Kajakar eru upprunnir hjá inúítum og eru fyrst og fremst notaðir til selveiða meðfram ströndum. Inúítarnir gerðu bátana úr selskinni sem strengt var yfir hvalbein eða rekaviðarfjalir.

Kanóar hafa verið notaðir í árþúsundum saman meðal frumbyggja Norður-Ameríku og á Kyrrahafseyjum til að ferðast um ár eða vötn. Upphaflega voru þeir holaðir trjábolir en síðar voru þeir gerðir úr berki birkitrjáa eða öðrum viðartegundum.



Kanó.

Í dag njóta þessir bátar verulegra vinsælda og á Íslandi eru kajaksiglingar vaxandi tómstundagaman meðal almennings enda afar skemmtilegt að sigla meðfram ströndum landsins og upplifa náttúruna.

Nú eru kajakar og kanóar venjulega framleiddir úr hertu plasti sem þolir vel að rekast á grjót. Önnur og mun dýrari efni eru einnig notuð til framleiðslu á þessum bátum, meðal annars glertrefjar, kevlar og kolefnistrefjar eins og notaðar eru í yfirbyggingu kappakstursbíla í Formúla 1 kappakstrinum og í seglskútur sem keppa um Ameríkubikarinn.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.4.2004

Spyrjandi

Rósa Guðbjartsdóttir
Guðrún Meyvantsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á kanó og kajak?“ Vísindavefurinn, 14. apríl 2004. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4137.

Jón Már Halldórsson. (2004, 14. apríl). Hver er munurinn á kanó og kajak? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4137

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á kanó og kajak?“ Vísindavefurinn. 14. apr. 2004. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4137>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á kanó og kajak?
Talsverður munur er á þessum bátum. Kajakar hafa lokað dekk með gati fyrir ræðarann og oftast eru tvö göt sitt hvoru megin við hann fyrir farangur. Þessi hönnun gerir ræðaranum kleift að hvolfa bátnum og rétta sig af, með svonefndri eskimóaveltu.



Sjókajakar.

Kanóar eru opnir bátar, talsvert hærri og hafa uppbeygt stefni og bakstefni. Þar geta fleiri en einn verið um borð en í kajak er yfirleitt bara einn ræðari þó til séu tveggja manna för. Árarnar eru einnig ólíkar: kajak er róið með tveggja spaða ár en í kanóum hefur árin einn spaða.

Kajakar eru upprunnir hjá inúítum og eru fyrst og fremst notaðir til selveiða meðfram ströndum. Inúítarnir gerðu bátana úr selskinni sem strengt var yfir hvalbein eða rekaviðarfjalir.

Kanóar hafa verið notaðir í árþúsundum saman meðal frumbyggja Norður-Ameríku og á Kyrrahafseyjum til að ferðast um ár eða vötn. Upphaflega voru þeir holaðir trjábolir en síðar voru þeir gerðir úr berki birkitrjáa eða öðrum viðartegundum.



Kanó.

Í dag njóta þessir bátar verulegra vinsælda og á Íslandi eru kajaksiglingar vaxandi tómstundagaman meðal almennings enda afar skemmtilegt að sigla meðfram ströndum landsins og upplifa náttúruna.

Nú eru kajakar og kanóar venjulega framleiddir úr hertu plasti sem þolir vel að rekast á grjót. Önnur og mun dýrari efni eru einnig notuð til framleiðslu á þessum bátum, meðal annars glertrefjar, kevlar og kolefnistrefjar eins og notaðar eru í yfirbyggingu kappakstursbíla í Formúla 1 kappakstrinum og í seglskútur sem keppa um Ameríkubikarinn.

Myndir:

...