Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar á að leita upplýsinga um hafstrauminn sem Hafrannsóknastofnunin fann nýlega út af Vestfjörðum?

Hafrannsóknastofnunin

Áður óþekktur hafstraumur hefur komið í ljós við straummælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, en stofnunin hefur undanfarin ár staðið fyrir mælingum á straumum á Hornbankasniði á 21°35´V.

Straumurinn kom í ljós yfir landgrunnshlíðinni og ber hann með sér þungan djúpsjó sem síðan streymir út um Grænlandssund suður í Grænlandshaf. Þar sekkur hann til botns og streymir síðan áfram eftir botninum langt suður um Atlantshaf.

Þessi sjór er mjög mikilvægur fyrir endurnýjun djúpsjávar í Atlantshafi. Einnig er talið að flæði hans út um Grænlandssund ásamt samskonar flæði yfir hrygginn milli Íslands og Skotlands valdi því að inn í Norðurhöf dragist í yfirborðslögum heitur og selturíkur Atlantssjór sem gerir það að verkum að sjórinn við norðanverða Evrópu, þar með talið við Ísland, er verulega hlýrri en annars væri.

Nýlega birtist grein í tímaritinu Geophysical Research Letters eftir Steingrím Jónsson og Héðin Valdimarsson, haffræðinga við Hafrannsóknastofnunina þar sem fjallað er um þennan straum. Hægt er að nálgast greinina í fjölriti Hafrannsóknastofnunarinnar nr. 101: Þættir úr vistfræði sjávar 2003.


Svar þetta er að meginhluta byggt á frétt á vef Hafrannsóknastofnunarinnar frá 17. febrúar 2004 ásamt upplýsingum frá Héðni Valdimarssyni haffræðingi.

Útgáfudagur

19.4.2004

Síðast uppfært

4.3.2021

Spyrjandi

Hannes Óskarsson

Tilvísun

Hafrannsóknastofnunin. „Hvar á að leita upplýsinga um hafstrauminn sem Hafrannsóknastofnunin fann nýlega út af Vestfjörðum?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2004, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4155.

Hafrannsóknastofnunin. (2004, 19. apríl). Hvar á að leita upplýsinga um hafstrauminn sem Hafrannsóknastofnunin fann nýlega út af Vestfjörðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4155

Hafrannsóknastofnunin. „Hvar á að leita upplýsinga um hafstrauminn sem Hafrannsóknastofnunin fann nýlega út af Vestfjörðum?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2004. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4155>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar á að leita upplýsinga um hafstrauminn sem Hafrannsóknastofnunin fann nýlega út af Vestfjörðum?
Áður óþekktur hafstraumur hefur komið í ljós við straummælingar Hafrannsóknastofnunarinnar, en stofnunin hefur undanfarin ár staðið fyrir mælingum á straumum á Hornbankasniði á 21°35´V.

Straumurinn kom í ljós yfir landgrunnshlíðinni og ber hann með sér þungan djúpsjó sem síðan streymir út um Grænlandssund suður í Grænlandshaf. Þar sekkur hann til botns og streymir síðan áfram eftir botninum langt suður um Atlantshaf.

Þessi sjór er mjög mikilvægur fyrir endurnýjun djúpsjávar í Atlantshafi. Einnig er talið að flæði hans út um Grænlandssund ásamt samskonar flæði yfir hrygginn milli Íslands og Skotlands valdi því að inn í Norðurhöf dragist í yfirborðslögum heitur og selturíkur Atlantssjór sem gerir það að verkum að sjórinn við norðanverða Evrópu, þar með talið við Ísland, er verulega hlýrri en annars væri.

Nýlega birtist grein í tímaritinu Geophysical Research Letters eftir Steingrím Jónsson og Héðin Valdimarsson, haffræðinga við Hafrannsóknastofnunina þar sem fjallað er um þennan straum. Hægt er að nálgast greinina í fjölriti Hafrannsóknastofnunarinnar nr. 101: Þættir úr vistfræði sjávar 2003.


Svar þetta er að meginhluta byggt á frétt á vef Hafrannsóknastofnunarinnar frá 17. febrúar 2004 ásamt upplýsingum frá Héðni Valdimarssyni haffræðingi....