Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?

Jón Már Halldórsson

Feldir af tígrisdýrum eru lítið notaðir í fataiðnaði af þeirri einföldu ástæðu að dýrin eru alfriðuð og verslun með þau eða afurðir þeirra er stranglega bönnuð. Þrátt fyrir það virðist vera markaður fyrir tígrisdýrafeldi í austanverðri Asíu og undanfarin 2-5 ár virðist svartamarkaðsbrask með þá hafa farið mjög vaxandi samfara aukinni notkun á feldum og annars konar skinnum í fataiðnaði.

Á 9. og 10. áratug síðustu aldar dróst skinnaiðnaður verulega saman, sérstaklega vegna herferða Grænfriðunga gegn notkun skinna í fataiðnaði. Það hafði jákvæð áhrif á stofnstærð villtra kattardýra í heiminum, þar með talið tígrisdýra, og veiðiþjófnaður dróst verulega saman. Síðustu misseri hefur orðið breyting þar á. Tískuiðnaðurinn hefur sýnt skinnum mikinn áhuga og hafa heimsfrægar fyrirsætur komið fram á tískusýningum klæddar skinnfatnaði. Í kjölfarið virðist eftirspurnin hafa stóraukist. Því miður er ekki aðeins um að ræða feldi af tegundum sem ekki njóta verndunar heldur líka af tegundum sem eru friðaðar og í mikilli útrýmingarhættu, svo sem af tígrisdýrum og hlébörðum.

Mikið af skinnum stórkatta sem notuð eru í tískufatnað eru flutt til Kína og gera má ráð fyrir að á síðasta ári hafi skinnum af hundruðum tígrisdýra og þúsundum hlébarða verið smyglað þangað eða til annarra Asíulanda. Einnig er eitthvað um að feldirnir séu notaðir sem veggskraut eða til að skreyta híbýli manna á annan hátt. Aðrir líkamshlutar dýranna, til dæmis kynfæri og bein, eru svo notaðir í einhvers konar náttúrulyf sem eiga að örva kynorkuna eða viðhalda eilífri æsku svo dæmi séu nefnd. Rannsóknir á þessum „lyfjum“ hafa þó ekki leitt í ljós að þau hafi tilætluð áhrif.

Í stuttu máli má því segja að tígrisdýrafeldir séu eitthvað notaðir í fataiðnað en ekki í miklu magni. Eins og gefur að skilja eru ekki til neinar hagtölur um tígrisdýrafeldi í tískuiðnaði. En á meðan eftirspurn er eftir feldum og öðrum afurðum tígrisdýra fækkar dýrunum ár frá ári þrátt fyrir alheimsfriðun.

Mynd: The Hindu

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

20.4.2004

Spyrjandi

Hrafnhildur Gunnarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2004, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4157.

Jón Már Halldórsson. (2004, 20. apríl). Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4157

Jón Már Halldórsson. „Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2004. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4157>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er feldur af tígrisdýrum mikið notaður í fataiðnaði?
Feldir af tígrisdýrum eru lítið notaðir í fataiðnaði af þeirri einföldu ástæðu að dýrin eru alfriðuð og verslun með þau eða afurðir þeirra er stranglega bönnuð. Þrátt fyrir það virðist vera markaður fyrir tígrisdýrafeldi í austanverðri Asíu og undanfarin 2-5 ár virðist svartamarkaðsbrask með þá hafa farið mjög vaxandi samfara aukinni notkun á feldum og annars konar skinnum í fataiðnaði.

Á 9. og 10. áratug síðustu aldar dróst skinnaiðnaður verulega saman, sérstaklega vegna herferða Grænfriðunga gegn notkun skinna í fataiðnaði. Það hafði jákvæð áhrif á stofnstærð villtra kattardýra í heiminum, þar með talið tígrisdýra, og veiðiþjófnaður dróst verulega saman. Síðustu misseri hefur orðið breyting þar á. Tískuiðnaðurinn hefur sýnt skinnum mikinn áhuga og hafa heimsfrægar fyrirsætur komið fram á tískusýningum klæddar skinnfatnaði. Í kjölfarið virðist eftirspurnin hafa stóraukist. Því miður er ekki aðeins um að ræða feldi af tegundum sem ekki njóta verndunar heldur líka af tegundum sem eru friðaðar og í mikilli útrýmingarhættu, svo sem af tígrisdýrum og hlébörðum.

Mikið af skinnum stórkatta sem notuð eru í tískufatnað eru flutt til Kína og gera má ráð fyrir að á síðasta ári hafi skinnum af hundruðum tígrisdýra og þúsundum hlébarða verið smyglað þangað eða til annarra Asíulanda. Einnig er eitthvað um að feldirnir séu notaðir sem veggskraut eða til að skreyta híbýli manna á annan hátt. Aðrir líkamshlutar dýranna, til dæmis kynfæri og bein, eru svo notaðir í einhvers konar náttúrulyf sem eiga að örva kynorkuna eða viðhalda eilífri æsku svo dæmi séu nefnd. Rannsóknir á þessum „lyfjum“ hafa þó ekki leitt í ljós að þau hafi tilætluð áhrif.

Í stuttu máli má því segja að tígrisdýrafeldir séu eitthvað notaðir í fataiðnað en ekki í miklu magni. Eins og gefur að skilja eru ekki til neinar hagtölur um tígrisdýrafeldi í tískuiðnaði. En á meðan eftirspurn er eftir feldum og öðrum afurðum tígrisdýra fækkar dýrunum ár frá ári þrátt fyrir alheimsfriðun.

Mynd: The Hindu...