Sólin Sólin Rís 09:01 • sest 18:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:51 • Sest 10:05 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:59 • Síðdegis: 24:01 í Reykjavík

Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um marga sem trúa kjarnanum í boðskap Biblíunnar þó að þeir vilji ekki binda sig við einstök atriði.

En spurningin þarf ekki að vera alveg út í hött þó að menn vilji ekki trúa sögninni um Eden eins og nýju neti; eftir sem áður er auðvitað hægt að spyrja hvar upphafsmenn sagnarinnar hafi hugsað sér þennan stað. Í þeim skilningi getum við sagt að grísku guðirnir hafi haft bækistöð sína á Ólympsfjalli, sem er raunverulegt og þekkt fjall, þó að fáir trúi því hins vegar nú á dögum að þessir guðir hafi einhvern tímann verið til samkvæmt venjulegum skilningi þeirra orða.

En spurningin sem fyrir liggur er í rauninni enn snúnari en þetta því að það er ekki einu sinni víst að menn hafi haft einhvern sérstakan stað í huga þegar sagan um Eden varð til. Þetta kemur betur í ljós hér á eftir.

Ýmsar kenningar hafa sem sé verið uppi um hugsanlega staðsetningu aldingarðsins á landakorti.

Í 1. Mósebók segir um aldingarðinn: "Drottinn Guð plantaði aldingarð í Eden langt austur frá og setti þar manninn, sem hann hafði myndað." (2:8) Síðar fylgir nánari staðsetning á garðinum sem tengist fjórum stórfljótum:
Fljót rann frá Eden til að vökva aldingarðinn, og þaðan kvíslaðist það og varð að fjórum stórám. Hin fyrsta heitir Píson; hún fellur um allt landið Havíla, þar sem gullið fæst. [...] Önnur stóráin heitir Gíhon. Hún fellur um allt Kúsland. Þriðja stóráin heitir Kíddekel. Hún fellur fyrir vestan Assýríu. Fjórða stóráin er Efrat. (2:10-14)
Eftir að Adam og Eva eru rekin úr aldingarðinum er hann í utan mannlegs samfélags og ljóst að mennirnir eiga ekki afturkvæmt þangað enda er garðsins gætt af kerúbum eða varðenglum og "loga hins sveipanda sverðs til að geyma vegarins að lífsins tré." (3:24). Ef Biblían er lesin bókstaflega er þess vegna ekkert skrýtið að aldingarðurinn Eden finnist ekki.Mynd Enricos Baj frá árinu 1986 sem sýnir þegar Adam og Eva eru rekin úr aldingarðinum.

Sagnaritarinn Flavíus Jósefus (37-um 100) taldi að þrjár fyrsttöldu árnar í 1. Mósebók samsvöruðu Ganges, Tígris og Níl. Hann taldi til dæmis að Kúsland væri í raun Eþíópía og áin Gíhon væri þess vegna Nílarfljót. Þessi túlkun felur í sér að staðurinn er ekki til í venjulegum skilningi því að árnar fjórar sem koma við sögu eiga alls ekki upptök sín á sama stað.

Eden hefur yfirleitt verið fundinn staður einhvers staðar Mið-Asíu, einnig í Armeníu þar sem árnar Tígris og Efrat eiga upptök sín og loks þar sem Babýlonía var til forna.

Að lokum er rétt að minnast á þá kenningu Bandaríkjamannsins Williams F. Warren (1833-1929) að Paradís og Eden hafi í raun verið á öllu norðlægari slóðum. Árið 1885 gaf Warren út bók sem ber titilinn Paradís fundin, vagga mannkynsins á Norðurpólnum: Rannsókn á hinum forsögulega heimi (Paradise found, the cradle of the human race at the North Pole: A study of the prehistoric world) en þar hélt hann því fram að paradís og aldingarðurinn Eden hafi verið þar sem nú er Norðurpóllinn.

Rök Warrens voru meðal annars þau að um mitt tertíertímabilið var loftslag nálægt pólnum svipað því sem nú er í Suður-Evrópu, það staðfesta steingerðar plöntur sem til að mynda hafa fundist á Norður-Grænlandi. Fæstir leggja þó nokkra trú á þá kenningu Warrens að þar sem hitastigið nálægt Norðurpól um mitt tertíertímabil hafi verið býsna þægilegt hafi aldingarðurinn Eden að öllum líkindum verið þar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.4.2004

Spyrjandi

Dagný Elísa, f. 1993

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2004. Sótt 22. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4161.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 21. apríl). Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4161

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2004. Vefsíða. 22. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4161>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?
Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um marga sem trúa kjarnanum í boðskap Biblíunnar þó að þeir vilji ekki binda sig við einstök atriði.

En spurningin þarf ekki að vera alveg út í hött þó að menn vilji ekki trúa sögninni um Eden eins og nýju neti; eftir sem áður er auðvitað hægt að spyrja hvar upphafsmenn sagnarinnar hafi hugsað sér þennan stað. Í þeim skilningi getum við sagt að grísku guðirnir hafi haft bækistöð sína á Ólympsfjalli, sem er raunverulegt og þekkt fjall, þó að fáir trúi því hins vegar nú á dögum að þessir guðir hafi einhvern tímann verið til samkvæmt venjulegum skilningi þeirra orða.

En spurningin sem fyrir liggur er í rauninni enn snúnari en þetta því að það er ekki einu sinni víst að menn hafi haft einhvern sérstakan stað í huga þegar sagan um Eden varð til. Þetta kemur betur í ljós hér á eftir.

Ýmsar kenningar hafa sem sé verið uppi um hugsanlega staðsetningu aldingarðsins á landakorti.

Í 1. Mósebók segir um aldingarðinn: "Drottinn Guð plantaði aldingarð í Eden langt austur frá og setti þar manninn, sem hann hafði myndað." (2:8) Síðar fylgir nánari staðsetning á garðinum sem tengist fjórum stórfljótum:
Fljót rann frá Eden til að vökva aldingarðinn, og þaðan kvíslaðist það og varð að fjórum stórám. Hin fyrsta heitir Píson; hún fellur um allt landið Havíla, þar sem gullið fæst. [...] Önnur stóráin heitir Gíhon. Hún fellur um allt Kúsland. Þriðja stóráin heitir Kíddekel. Hún fellur fyrir vestan Assýríu. Fjórða stóráin er Efrat. (2:10-14)
Eftir að Adam og Eva eru rekin úr aldingarðinum er hann í utan mannlegs samfélags og ljóst að mennirnir eiga ekki afturkvæmt þangað enda er garðsins gætt af kerúbum eða varðenglum og "loga hins sveipanda sverðs til að geyma vegarins að lífsins tré." (3:24). Ef Biblían er lesin bókstaflega er þess vegna ekkert skrýtið að aldingarðurinn Eden finnist ekki.Mynd Enricos Baj frá árinu 1986 sem sýnir þegar Adam og Eva eru rekin úr aldingarðinum.

Sagnaritarinn Flavíus Jósefus (37-um 100) taldi að þrjár fyrsttöldu árnar í 1. Mósebók samsvöruðu Ganges, Tígris og Níl. Hann taldi til dæmis að Kúsland væri í raun Eþíópía og áin Gíhon væri þess vegna Nílarfljót. Þessi túlkun felur í sér að staðurinn er ekki til í venjulegum skilningi því að árnar fjórar sem koma við sögu eiga alls ekki upptök sín á sama stað.

Eden hefur yfirleitt verið fundinn staður einhvers staðar Mið-Asíu, einnig í Armeníu þar sem árnar Tígris og Efrat eiga upptök sín og loks þar sem Babýlonía var til forna.

Að lokum er rétt að minnast á þá kenningu Bandaríkjamannsins Williams F. Warren (1833-1929) að Paradís og Eden hafi í raun verið á öllu norðlægari slóðum. Árið 1885 gaf Warren út bók sem ber titilinn Paradís fundin, vagga mannkynsins á Norðurpólnum: Rannsókn á hinum forsögulega heimi (Paradise found, the cradle of the human race at the North Pole: A study of the prehistoric world) en þar hélt hann því fram að paradís og aldingarðurinn Eden hafi verið þar sem nú er Norðurpóllinn.

Rök Warrens voru meðal annars þau að um mitt tertíertímabilið var loftslag nálægt pólnum svipað því sem nú er í Suður-Evrópu, það staðfesta steingerðar plöntur sem til að mynda hafa fundist á Norður-Grænlandi. Fæstir leggja þó nokkra trú á þá kenningu Warrens að þar sem hitastigið nálægt Norðurpól um mitt tertíertímabil hafi verið býsna þægilegt hafi aldingarðurinn Eden að öllum líkindum verið þar.

Heimildir og mynd:...