Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009)

Erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu er meðal annars sá að skjótt er ríkjandi eiginleiki en slettuskjótt er víkjandi. Af þessu leiðir að það er nóg fyrir folaldið að fá erfðavísi fyrir skjóttu frá öðru foreldrinu, þá verður það skjótt.

Á ríkjandi skjóttum hrossum eru hvítu skellurnar oftast á ofanverðum bol og ná gjarnan yfir hrygg ef þær eru útbreiddar. Útlínur á hvítu skellunum eru mjúkar. Venjulega eru allir fætur á skjóttum hrossum hvítir að einhverju eða miklu leyti, en þó kemur fyrir að einhver fóturinn er ekki með neitt hvítt.



Ás frá Breiðholti, dæmi um brúnskjóttan hest.

Slettuskjóttur litur er víkjandi og folaldið þarf að fá erfðavísinn fyrir honum frá báðum foreldrum til þess að verða slettuskjótt. Slettuskjóttur litur kemur fram á framanverðu höfði og nær þá upp fyrir augu. Hann kemur einnig fram á neðanverðum bol. Útlínur á hvítu skellunum eru skörðóttar. Sjaldgæft er að slettuskjóttur litur nái upp á hrygg. Allir fætur eru hvítir.



Hörgull frá Steðja, dæmi um slettuskjóttan hest.

Það kemur fyrir að hross með einn erfðavísi fyrir slettuskjóttu, sem þá eru kölluð arfblendin, eru með óvenju breiða blesu. Þau ganga þá með slettuskjótta erfðavísinn einfaldan og að mestu dulinn. Í tilraun með erfðir á slettuskjóttu gaf breiðblesótt hryssa slettuskjótt afkvæmi með slettuskjóttum hesti. Hún var því með slettuskjótta erfðavísinn dulinn. Sjö önnur folöld undan sama hesti og hryssum sem ekki voru slettuskjóttar eða breiðblesóttar urðu einlit. Þar var erfðavísirinn fyrir slettuskjóttu fullkomlega víkjandi. Nánar má lesa um þetta á blaðsíðum 111-115 í bók höfundar Íslenski hesturinn - litir og erfðir sem Ormstunga gaf út árið 2001.

Myndir:

Höfundur

fyrrverandi framkvæmdastjóri norræns genabanka fyrir búfé

Útgáfudagur

26.4.2004

Spyrjandi

Auðun Elvarsson, f. 1987

Tilvísun

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2004. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4165.

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). (2004, 26. apríl). Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4165

Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2004. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4165>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?
Erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu er meðal annars sá að skjótt er ríkjandi eiginleiki en slettuskjótt er víkjandi. Af þessu leiðir að það er nóg fyrir folaldið að fá erfðavísi fyrir skjóttu frá öðru foreldrinu, þá verður það skjótt.

Á ríkjandi skjóttum hrossum eru hvítu skellurnar oftast á ofanverðum bol og ná gjarnan yfir hrygg ef þær eru útbreiddar. Útlínur á hvítu skellunum eru mjúkar. Venjulega eru allir fætur á skjóttum hrossum hvítir að einhverju eða miklu leyti, en þó kemur fyrir að einhver fóturinn er ekki með neitt hvítt.



Ás frá Breiðholti, dæmi um brúnskjóttan hest.

Slettuskjóttur litur er víkjandi og folaldið þarf að fá erfðavísinn fyrir honum frá báðum foreldrum til þess að verða slettuskjótt. Slettuskjóttur litur kemur fram á framanverðu höfði og nær þá upp fyrir augu. Hann kemur einnig fram á neðanverðum bol. Útlínur á hvítu skellunum eru skörðóttar. Sjaldgæft er að slettuskjóttur litur nái upp á hrygg. Allir fætur eru hvítir.



Hörgull frá Steðja, dæmi um slettuskjóttan hest.

Það kemur fyrir að hross með einn erfðavísi fyrir slettuskjóttu, sem þá eru kölluð arfblendin, eru með óvenju breiða blesu. Þau ganga þá með slettuskjótta erfðavísinn einfaldan og að mestu dulinn. Í tilraun með erfðir á slettuskjóttu gaf breiðblesótt hryssa slettuskjótt afkvæmi með slettuskjóttum hesti. Hún var því með slettuskjótta erfðavísinn dulinn. Sjö önnur folöld undan sama hesti og hryssum sem ekki voru slettuskjóttar eða breiðblesóttar urðu einlit. Þar var erfðavísirinn fyrir slettuskjóttu fullkomlega víkjandi. Nánar má lesa um þetta á blaðsíðum 111-115 í bók höfundar Íslenski hesturinn - litir og erfðir sem Ormstunga gaf út árið 2001.

Myndir:

...