Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Íslenski hesturinn er ekki eini hesturinn í heiminum sem hefur tölt. Haustið 1998 for undirritaður ásamt Bjarna Eiríki Sigurðssyni til Nordnorsk Hestesenter í Troms með það í hugað að prófa hvort tölt fyndist í norðurnorska hestinum (Nordland/Lyngen hest).
Í Troms prófaði Bjarni níu norðurnorsk hross til að vita hvort þau gætu tölt. Aldrei hafði verið reynt að ná tölti úr þessum hrossum áður, en þau höfðu verið vanin við að vera riðið á brokki. Bjarni hafði þá einföldu aðferð að hann lagði á hvert hross fyrir sig, fór á bak og prófaði hvort hann gæti fengið hrossið til að tölta. Ekkert hrossanna var prófað nema einu sinni. Útkoman úr prófuninni var sú að af þessum níu hrossum gátu fimm tölt, en fjögur töltu ekki (Stefán Aðalsteinsson og Bjarni E. Sigurðsson, 1998).
Það hefur komið fram í síðari rannsóknum á skyldleika hrossastofna í Noregi að Nordland/Lyngen hesturinn er allmikið skyldur íslenska hestinum og hugsanlega forfaðir hans frá því um landnám (Gro Bjørnstad, 2001). Nánar má lesa um það í svari sama höfundar við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn uppruninn?
Knapinn Tommi og hesturinn Skörungur á tölti.
Fleiri hestakyn eru talin geta tölt, eins og til dæmis Mongólski hesturinn, sem hefur ákveðna tegund af tölti (saivar á mongólsku) (Bat Ochir BOLD 2003). Tölt finnst líka í Pasofino hestinum í Suður-Ameríku og sennilega í mörgum fleiri hrossakynjum. En íslenski hesturinn er ef til vill betur þekktur fyrir sitt tölt en önnur hestakyn.
Höfundi er ekki kunnugt um að Íslendingar hafi kannað tölt í erlendum hrossakynjum fyrir utan þessa takmörkuðu könnun okkar Bjarna Eiríks Sigurðssonar á norðurnorska hestinum sem minnst er á hér að ofan.
Heimildir og mynd:
Bat Ochir BOLD 2003. The rare gaited Mongolian horse. The gaited horse, 6(3), 28-30.
Gro Bjørnstad, 2001. Genetic diversity of Norwegian horses with emphasis on native breeds. The Norwegian School of Veterinary Science, Department of Morphology, Genetics and Aquatic Biology. Division of Genetics.
Stefán Aðalsteinsson og Bjarni E. Sigurðsson 1998. „Er forfaðir íslenska hestsins fundinn?“ Eiðfaxi (10), 66-67.
Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Er íslenski hesturinn sá eini í heiminum sem hefur tölt?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2004, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4167.
Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). (2004, 27. apríl). Er íslenski hesturinn sá eini í heiminum sem hefur tölt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4167
Stefán Aðalsteinsson (1928-2009). „Er íslenski hesturinn sá eini í heiminum sem hefur tölt?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2004. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4167>.