Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?

ÞV

Svona spurningum er yfirleitt ekki hægt að svara af því að orðið "tindur" hefur ekki nógu skýra merkingu til þess.

Með öðrum orðum: Ef Anna segir að þessi tindur A sé minnstur þá getur Bjarni andmælt því með því að benda á einhverja þúst B sem er minni en A. Þannig geta þau haldið áfram því sem næst endalaust af því að Vatnajökull er býsna stór. Svo breytir hann sér líka í sífellu þannig að sífellt myndast nýjar þústir eða þúfur á honum. Þess vegna er heldur ekkert sérstaklega áhugavert að vita hvaða þúst kynni að vera minnst á hverjum tíma.

Öðru máli gegnir þegar spurt er um hæsta tind til dæmis. Hann er einhver tiltekinn tindur (Hvannadalshnjúkur) og enginn annar kemst nálægt honum í hæð. Hann verður þess vegna líka hæsti tindurinn býsna lengi.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.4.2004

Spyrjandi

Helga Liv

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2004. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4176.

ÞV. (2004, 28. apríl). Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4176

ÞV. „Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2004. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4176>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er minnsti tindur Vatnajökuls og hvað er hann stór?
Svona spurningum er yfirleitt ekki hægt að svara af því að orðið "tindur" hefur ekki nógu skýra merkingu til þess.

Með öðrum orðum: Ef Anna segir að þessi tindur A sé minnstur þá getur Bjarni andmælt því með því að benda á einhverja þúst B sem er minni en A. Þannig geta þau haldið áfram því sem næst endalaust af því að Vatnajökull er býsna stór. Svo breytir hann sér líka í sífellu þannig að sífellt myndast nýjar þústir eða þúfur á honum. Þess vegna er heldur ekkert sérstaklega áhugavert að vita hvaða þúst kynni að vera minnst á hverjum tíma.

Öðru máli gegnir þegar spurt er um hæsta tind til dæmis. Hann er einhver tiltekinn tindur (Hvannadalshnjúkur) og enginn annar kemst nálægt honum í hæð. Hann verður þess vegna líka hæsti tindurinn býsna lengi....