Sólin Sólin Rís 07:16 • sest 19:22 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:30 • Sest 19:48 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:43 • Síðdegis: 17:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:07 í Reykjavík

Hafa einhverjir dáið í eldgosi og ef það er, í hvaða eldstöð var það þá?

ÞV

Eldfjöll á Íslandi eru yfirleitt fjarri byggð og því ekki sérlega líklegt að menn deyi í eldgosum, sem betur fer! Þó var þetta frekar tæpt í Heimaeyjargosin 1973 enda var eldfjallið þá rétt hjá kaupstaðnum og hraun rann yfir mannabústaði fljótlega eftir að gosið hófst.

Við munum eftir einu dæmi um að maður hafi farist beinlínis við eldgos. Það var jarðvísindamaður sem var að fylgjast með Heklugosinu árið 1947.

Oft myndast eitraðar lofttegundir í eldgosum. Sumar þeirra eru þyngri en andrúmsloftið og setjast því í dældir í landslaginu og í kjallara í húsum. Vel er hugsanlegt að fólk hafi dáið áður fyrr af þessum ástæðum, jafnvel án þess að eldgosinu væri beinlínis kennt um.

Í þéttbýlli löndum erlendis er þó nokkuð um það að fólk farist í eldgosum enda eru eldfjöllin þá oft nálægt byggð. Þekktasta dæmið um verulegt tjón af þessum tog er líklega gosið í ítalska eldfjallinu Vesúvíusi árið 79 eftir Krist. Talið er að þá hafi farist um 2000 manns í borginni Pompei sem grófst í ösku. Hún hefur síðan verið grafin upp og við getum skoðað verksummerkin. Hægt er að fræðast nánar um þetta með því að setja leitarorðin Pompei og Vesúvíus inn í leitarvélina okkar.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

28.4.2004

Spyrjandi

Anna Lotta Michaelsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Hafa einhverjir dáið í eldgosi og ef það er, í hvaða eldstöð var það þá?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2004. Sótt 24. september 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4186.

ÞV. (2004, 28. apríl). Hafa einhverjir dáið í eldgosi og ef það er, í hvaða eldstöð var það þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4186

ÞV. „Hafa einhverjir dáið í eldgosi og ef það er, í hvaða eldstöð var það þá?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2004. Vefsíða. 24. sep. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4186>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hafa einhverjir dáið í eldgosi og ef það er, í hvaða eldstöð var það þá?
Eldfjöll á Íslandi eru yfirleitt fjarri byggð og því ekki sérlega líklegt að menn deyi í eldgosum, sem betur fer! Þó var þetta frekar tæpt í Heimaeyjargosin 1973 enda var eldfjallið þá rétt hjá kaupstaðnum og hraun rann yfir mannabústaði fljótlega eftir að gosið hófst.

Við munum eftir einu dæmi um að maður hafi farist beinlínis við eldgos. Það var jarðvísindamaður sem var að fylgjast með Heklugosinu árið 1947.

Oft myndast eitraðar lofttegundir í eldgosum. Sumar þeirra eru þyngri en andrúmsloftið og setjast því í dældir í landslaginu og í kjallara í húsum. Vel er hugsanlegt að fólk hafi dáið áður fyrr af þessum ástæðum, jafnvel án þess að eldgosinu væri beinlínis kennt um.

Í þéttbýlli löndum erlendis er þó nokkuð um það að fólk farist í eldgosum enda eru eldfjöllin þá oft nálægt byggð. Þekktasta dæmið um verulegt tjón af þessum tog er líklega gosið í ítalska eldfjallinu Vesúvíusi árið 79 eftir Krist. Talið er að þá hafi farist um 2000 manns í borginni Pompei sem grófst í ösku. Hún hefur síðan verið grafin upp og við getum skoðað verksummerkin. Hægt er að fræðast nánar um þetta með því að setja leitarorðin Pompei og Vesúvíus inn í leitarvélina okkar....