Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju ertu prófessor?

ÞV

Vísindastörf eru skemmtileg störf að mínu mati. Það er gaman að fylgjast með framvindu þekkingarinnar, velta henni fyrir sér og leggja ef til vill eitthvað af mörkum sjálfur. En það er að sjálfsögðu líka ögrandi og krefjandi á köflum; það verður enginn vísindamaður nema hann hafi brennandi áhuga á fræðigrein sinni, kunni að vinna skipulega og sé tilbúinn að leggja hart að sér þegar á þarf að halda. Á móti þessu kemur að vísindamenn vinna mjög sjálfstætt og starfið býður upp á mikla tilbreytingu.

Háskólakennsla er líka skemmtilegt starf. Það er gaman að vinna með ungu fólki sem hefur áhuga á því sem það er að læra og býr sig markvisst undir framtíðina. Umræður í kennslustundum í háskóla eru til dæmis oft mjög skemmtilegar. Svo er líka skemmtilegt að miðla þekkingu bæði til nemenda, annarra fræðimanna og til almennings eins og við erum að gera með Vísindavefnum.

Sumum finnast vísindi nútímans fjarlæg og þau komi okkur lítið við í daglegu lífi. En fátt er fjær sanni. Bæði í náttúrlegu umhverfi okkar og í því sem menn hafa búið til er fjöldamargt sem við getum skilið miklu betur með hjálp vísindanna. Jafnframt er vísindaleg þekking að verða sífellt mikilvægari í atvinnulífi og öðru þjóðlífi. Það er bæði skemmtilegt og spennandi að fá að taka þátt í þessari þróun!

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Ellert H. Vilhelmsson, fæddur 1987

Efnisorð

Tilvísun

ÞV. „Af hverju ertu prófessor?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=419.

ÞV. (2000, 13. maí). Af hverju ertu prófessor? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=419

ÞV. „Af hverju ertu prófessor?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=419>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju ertu prófessor?
Vísindastörf eru skemmtileg störf að mínu mati. Það er gaman að fylgjast með framvindu þekkingarinnar, velta henni fyrir sér og leggja ef til vill eitthvað af mörkum sjálfur. En það er að sjálfsögðu líka ögrandi og krefjandi á köflum; það verður enginn vísindamaður nema hann hafi brennandi áhuga á fræðigrein sinni, kunni að vinna skipulega og sé tilbúinn að leggja hart að sér þegar á þarf að halda. Á móti þessu kemur að vísindamenn vinna mjög sjálfstætt og starfið býður upp á mikla tilbreytingu.

Háskólakennsla er líka skemmtilegt starf. Það er gaman að vinna með ungu fólki sem hefur áhuga á því sem það er að læra og býr sig markvisst undir framtíðina. Umræður í kennslustundum í háskóla eru til dæmis oft mjög skemmtilegar. Svo er líka skemmtilegt að miðla þekkingu bæði til nemenda, annarra fræðimanna og til almennings eins og við erum að gera með Vísindavefnum.

Sumum finnast vísindi nútímans fjarlæg og þau komi okkur lítið við í daglegu lífi. En fátt er fjær sanni. Bæði í náttúrlegu umhverfi okkar og í því sem menn hafa búið til er fjöldamargt sem við getum skilið miklu betur með hjálp vísindanna. Jafnframt er vísindaleg þekking að verða sífellt mikilvægari í atvinnulífi og öðru þjóðlífi. Það er bæði skemmtilegt og spennandi að fá að taka þátt í þessari þróun!...