Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta útselir orðið stórir hér við land?

JMH

Útselur (Halichoerus grypus) er önnur tveggja selategunda sem kæpa hér við land, hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Stærstu útselsbrimlarnir geta orðið allt að 3 m á lengd og vegið yfir 300 kg og eru því mun stærri en landselir sem verða vart meira en rúmlega 150 kg. Hér við land eru þekkt tilvik þar sem útselir hafa náð meira en 40 ára aldri.



Útselur (Halichoerus grypus).

Árið 2002 var stofnstærð útsels við Ísland metin í kringum 5.500 dýr og virðist stofninn hafa farið minnkandi. Það þarf því ekki að koma á óvart ef stjórnvöld grípa til einhverra verndaraðgerða vegna þessa á næstu árum.

Mynd: Terrambiente.org

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.4.2004

Spyrjandi

Jens Bjarnason

Efnisorð

Tilvísun

JMH. „Hvað geta útselir orðið stórir hér við land?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2004, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4191.

JMH. (2004, 29. apríl). Hvað geta útselir orðið stórir hér við land? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4191

JMH. „Hvað geta útselir orðið stórir hér við land?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2004. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4191>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta útselir orðið stórir hér við land?
Útselur (Halichoerus grypus) er önnur tveggja selategunda sem kæpa hér við land, hin tegundin er landselur (Phoca vitulina). Stærstu útselsbrimlarnir geta orðið allt að 3 m á lengd og vegið yfir 300 kg og eru því mun stærri en landselir sem verða vart meira en rúmlega 150 kg. Hér við land eru þekkt tilvik þar sem útselir hafa náð meira en 40 ára aldri.



Útselur (Halichoerus grypus).

Árið 2002 var stofnstærð útsels við Ísland metin í kringum 5.500 dýr og virðist stofninn hafa farið minnkandi. Það þarf því ekki að koma á óvart ef stjórnvöld grípa til einhverra verndaraðgerða vegna þessa á næstu árum.

Mynd: Terrambiente.org ...