Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?

ÞV

Þetta er spurning af því tagi sem er ekki hægt að svara með ákveðinni tölu. Í frekar hátíðlegu máli segjum við að ástæðan sé sú að hugtökin 'eyja' og 'sker' séu ekki nægilega vel skilgreind eða afmörkuð. Með öðrum orðum getur verið ómögulegt að segja til um hvort tiltekið fyrirbæri sé eyja eða sker eða hvorugt. Þess vegna verður líka ómögulegt að telja eyjarnar eða skerin.

Auðvitað gætum við þá spurt: "Já, allt í lagi, en af hverju búum við þá ekki til skilgreiningar sem duga?" Það er hins vegar bæði afar erfitt í þessu tilviki og auk þess ekki sérstaklega áhugavert verkefni. Það er engin nauðsyn sem knýr okkur til að hafa slíka skilgreiningu þannig að við gætum sagt til dæmis að eyjarnar við Ísland séu 1171 (og hvorki 1172 né 1165) eða að skerin séu 5013. Slíkt væri fánýt þekking hvort sem er.

Varðandi skerin skiptir hins vegar miklu að þekkja þau sem geta verið varasöm fyrir skip og siglingar, og vonandi hafa menn merkt þau öll vendilega inn á sjókort.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

30.4.2004

Spyrjandi

Björg Brjánsdóttir, f. 1993
Hrönn Guðmundsdóttir, f. 1993

Tilvísun

ÞV. „Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2004. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4194.

ÞV. (2004, 30. apríl). Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4194

ÞV. „Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2004. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4194>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margar eyjar og sker á Íslandi?
Þetta er spurning af því tagi sem er ekki hægt að svara með ákveðinni tölu. Í frekar hátíðlegu máli segjum við að ástæðan sé sú að hugtökin 'eyja' og 'sker' séu ekki nægilega vel skilgreind eða afmörkuð. Með öðrum orðum getur verið ómögulegt að segja til um hvort tiltekið fyrirbæri sé eyja eða sker eða hvorugt. Þess vegna verður líka ómögulegt að telja eyjarnar eða skerin.

Auðvitað gætum við þá spurt: "Já, allt í lagi, en af hverju búum við þá ekki til skilgreiningar sem duga?" Það er hins vegar bæði afar erfitt í þessu tilviki og auk þess ekki sérstaklega áhugavert verkefni. Það er engin nauðsyn sem knýr okkur til að hafa slíka skilgreiningu þannig að við gætum sagt til dæmis að eyjarnar við Ísland séu 1171 (og hvorki 1172 né 1165) eða að skerin séu 5013. Slíkt væri fánýt þekking hvort sem er.

Varðandi skerin skiptir hins vegar miklu að þekkja þau sem geta verið varasöm fyrir skip og siglingar, og vonandi hafa menn merkt þau öll vendilega inn á sjókort....