Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?

ÞV

Ef hiti jökuls er við frostmark, eins og langoftast er hér á landi, getur hann í rauninni ekki "hitnað". Ef reynt er að hita hann frekar þá bráðnar hann og bræðsluvatnið rennur burt, þannig að efnið er þá hvorki jökulís lengur né heldur hluti af upphaflega jöklinum. — Ef hitastig jökulsins er hins vegar undir frostmarki, til dæmis -5°C, þá getur hann hlýnað upp að frostmarki.

Efnið í jöklum er um þessar mundir almennt að hlýna með tímanum hér um slóðir vegna þess að loftið hlýnar. Þessi hlýnun loftsins er að nokkru leyti náttúruleg sveifla; endurtekning á sveiflum sem hafa orðið áður — og á undan henni var loftið að kólna að minnsta kosti í nokkra áratugi. En margir vísindamenn telja að sú hlýnun sem nú stendur yfir tengist líka gróðurhúsaáhrifunum sem svo eru kölluð. Það þýðir að vaxandi umsvif manna og losun á tilteknum lofttegundum út í lofthjúp jarðar eiga talsverðan þátt í hlýnuninni og hún mundi þá ekki ganga til baka af sjálfu sér.

Ef meiri ís bráðnar á jöklinum á ári en nemur ofankomu sem fellur á hann, þá minnkar hann. Hann getur þá bæði lækkað og dregist saman þannig að hann þeki minna svæði en áður.

Hægt er að lesa miklu meira um þessa hluti á Vísindavefnum með því að setja inn í leitarvélina efnisorð eins og "jöklar", "gróðurhúsaáhrif" og svo framvegis, eða smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.

Höfundur

Útgáfudagur

30.4.2004

Spyrjandi

Björg Brjánsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2004. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4196.

ÞV. (2004, 30. apríl). Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4196

ÞV. „Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2004. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4196>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru jöklar að hitna með tímanum? Hvers vegna?
Ef hiti jökuls er við frostmark, eins og langoftast er hér á landi, getur hann í rauninni ekki "hitnað". Ef reynt er að hita hann frekar þá bráðnar hann og bræðsluvatnið rennur burt, þannig að efnið er þá hvorki jökulís lengur né heldur hluti af upphaflega jöklinum. — Ef hitastig jökulsins er hins vegar undir frostmarki, til dæmis -5°C, þá getur hann hlýnað upp að frostmarki.

Efnið í jöklum er um þessar mundir almennt að hlýna með tímanum hér um slóðir vegna þess að loftið hlýnar. Þessi hlýnun loftsins er að nokkru leyti náttúruleg sveifla; endurtekning á sveiflum sem hafa orðið áður — og á undan henni var loftið að kólna að minnsta kosti í nokkra áratugi. En margir vísindamenn telja að sú hlýnun sem nú stendur yfir tengist líka gróðurhúsaáhrifunum sem svo eru kölluð. Það þýðir að vaxandi umsvif manna og losun á tilteknum lofttegundum út í lofthjúp jarðar eiga talsverðan þátt í hlýnuninni og hún mundi þá ekki ganga til baka af sjálfu sér.

Ef meiri ís bráðnar á jöklinum á ári en nemur ofankomu sem fellur á hann, þá minnkar hann. Hann getur þá bæði lækkað og dregist saman þannig að hann þeki minna svæði en áður.

Hægt er að lesa miklu meira um þessa hluti á Vísindavefnum með því að setja inn í leitarvélina efnisorð eins og "jöklar", "gróðurhúsaáhrif" og svo framvegis, eða smella á efnisorðin sem fylgja svarinu....