Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er stærsti kaupstaður á landinu?

Orðið kaupstaður í íslensku er skilgreint með lögum. Til dæmis er oft talað um að tiltekinn þéttbýliskjarni hafi fengið kaupstaðarréttindi á tilteknum tíma. Þannig er hægt að telja upp kaupstaðina í landinu og líklegt að slíka upptalningu sé að finna á veraldarvefnum. Að þessu leyti er þetta orð miklu betur afmarkað en ýmis önnur orð landafræðinnar, eins og fjall, dalur, á, vatn eða foss.

Reykjavík er kaupstaður samkvæmt þessari aðalmerkingu orðsins, þó að menn hafi líka farið að kalla hana borg upp úr miðri 20. öld. Þannig er ljóst að hún er um leið stærsti eða fjölmennasti kaupstaður landsins.

Útgáfudagur

30.4.2004

Spyrjandi

Magnea Þórðardóttir

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Tilvísun

ÞV. „Hver er stærsti kaupstaður á landinu? “ Vísindavefurinn, 30. apríl 2004. Sótt 23. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=4200.

ÞV. (2004, 30. apríl). Hver er stærsti kaupstaður á landinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4200

ÞV. „Hver er stærsti kaupstaður á landinu? “ Vísindavefurinn. 30. apr. 2004. Vefsíða. 23. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4200>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Valdimar Sigurðsson

1978

Valdimar Sigurðsson er prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir Valdimars hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.