Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?

Þorsteinn Vilhjálmsson fjallar um þetta í svari sínu við sömu spurningu. Þar segir meðal annars:
Þessi spurning er sennilega til komin fyrir áhrif frá ensku ritmáli þar sem siður er að skrifa the Earth, the Moon og the Sun þegar átt er við jörðina okkar, tunglið sem fylgir henni og sólina sem er í miðju sólkerfisins og ræður svo miklu hjá okkur á jörðinni.

En hér þarf að hafa í huga að hástafir eru miklu algengari í ensku en í íslensku. [..]

En Vísindavefurinn fylgir í þessu sem flestu öðru hefðbundinni íslenskri stafsetningu þar sem bæði jörðin, sólin og tunglið eru skrifuð með litlum staf. Í íslensku dugir viðskeytti greinirinn (jörðin, sólin, tunglið) til að taka af öll tvímæli um hvað við er átt, en jafnframt hefur hann trúlega fælt menn frá því í öndverðu að hafa þarna stóran staf.
Áhugasömum er bent á að lesa svarið í heild sinni.

Útgáfudagur

4.5.2004

Spyrjandi

Gunnhildur Garðarsdóttir

Höfundur

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EÖÞ. „Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2004. Sótt 22. september 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4215.

EÖÞ. (2004, 4. maí). Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4215

EÖÞ. „Af hverju er jörðin ekki skrifuð með stórum staf eins og Júpíter?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2004. Vefsíða. 22. sep. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4215>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hrafn Loftsson

1965

Hrafn Loftsson er dósent í tölvunarfræði við HR. Rannsóknir Hrafns eru á sviði máltækni sem er rannsóknar- og þróunarsvið hvers markmið er að þróa búnað sem getur unnið með og skilið náttúruleg tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu.